31.10.13

Árangur vikunnar

Ráðgjafinn segir að þó svo að barnið pissi af og til í buxurnar, þá er vert að einblína ekki á það heldur hugsa um árangurinn sem náðst hefur.  Við vorum með smá setback í dag.  Edda pissaði í engar buxur né á gólfið í tvo sólarhringa en í dag, eftir hádegi, þá fór allt úr skorðum og fernar buxur blautar.  Oh well.

Það var ekki eins slæmt og á laugardaginn.  Þá fórum við í bæjinn þó svo það sé ekki hluti af prógramminu.  Við fórum í húsgagnabúð og ætluðum síðan að fara á einfaldan veitingastað í kvöldmat. Nema hvað, einn af uppáhalds veitingastöðunum okkar í Soho er við hliðiná þessum einfalda og einhvernveginn freistuðumst við til að fara þangað.  Þó svo að klukkan var orðin aðeins of margt og þó svo að við vorum bara á 3. degi í prógramminu og gert ráð fyrir því að maður sé bara heima.  Þetta er voða fínn staður með hvítum dúkum og tilheyrandi.  Við Edda byrjum á því að reyna að pissa.  Ekkert gengur.  Við setjumst og fáum okkur vatnssopa.  Edda pissar í buxurnar.  Inn á bað að skipta um buxur.  Setjumst aftur.  Þjónustustúlkan kemur og við pöntum og á meðan grýtir Edda glasinu í gólfið og það fer í mola.  Edda er alveg að fríka út allan tíman því hún er orðin of svöng og þreytt en undir lokin þá er hún alveg róleg.  Kemur í ljós að henni tókst að skrúfa lokið af salt stautnum og er að leika með allt saltið á borðinu.  Förum enn á klósettið áður en við förum. Ég held á Eddu og meðan ég er að loka tekur hún í hurðina og klemmir sig.  Agalega sárt og hún fer að háorga og pissar á okkur báðar um leið.  Hú ha.  Stundum tekur maður ekki skynsamlegustu ákvarðanirnar.

Í dag var halloween og Edda var fiðrildi og ég var blóm.  Því miður er ekki til nein mynd af mér en reyni að setja inn eina eða tvær af Eddu.

Comments:
Þetta er skemmtilegt lærdómsferli fyrir ykkur báðar :-) gangi ykkur vel :-)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?