17.5.12

Precious

Framhandleggir Eddu eru jafnlangir og langatöngin mín.  Puttarnir hennar eru aðeins styttri, og aðeins feitari, en eldspýtur.  Við liggjum upp í rúmi, hún sofandi, ég að blogga því hvernig á ég að geta sofið eftir að vera búin að horfa á þessa bíómynd.  Precious.  Svo hrikaleg saga en falleg mynd.

Silla og Ásgeir eru hérna í heimsókn.  Við erum búin að vera að chilla með Lenu og Birgittu sem voru hér í stutta heimsókn að heilsa upp á John Mayor.  For real.  Í kvöld fóru allir í Tower partí á roof-topinu nema við Edda.. við vorum með vídjókvöld.

Í dag keypti ég fyrstu non-baby bókina mína í langan tíma.  Ég las svo frábæra grein í nyt sem varð til þess að ég smellti á kaupa bók á amazon.  Bókin heitir how to change the world.  Stundum þegar Óli kynnir mig fyrir einhverjum segir hann: Þetta er Tinna, konan mín.  Hún er að bjarga heiminum.  Það finnst mér frekar vandræðalegt því í fyrsta lagi hvað gæti ein manneskja mögulega gert til að bjarga heiminum og í öðru lagi þá er mjög margt í heiminum alveg ljómandi sem þarf ekki að bjarga.  Hinsvegar er margt í heiminum sem mætti betur fara og því mætti þá kannski breyta.  Svo ég er spennt að lesa um það hvernig er hægt að breyta heiminum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?