21.5.12
Fiskibollur
með rifnum gulótum og sultuðum lauk er í matinn hjá okkur. Ég er að bíða eftir Óla. Barnið sefur. Hún er búin að sofa meira og minna í allan dag. Það var alveg yndislegt. Ég gat gert allskonar.
Það er frekar snar að vera með ómálga barni allan daginn. Ég skil vel að konur verði þunglyndar á því. Það er yndislegt. Yndislegt þegar allt leikur í lyndi og barnið hlær og brosir. Það er líka ljómandi gott þegar það er að sjúga brjóstið. En laumulega óskar maður þess alltaf að það fari að sofa. Og sofi sem lengst. Eins og segir í vögguvísunni: sofðu lengi sofðu rótt, seint mun best að vakna... Virðist sem mæður hafi óskað þessa í gegnum aldirnar.
Edda er ekki orðið það sem hér í landi kallast "settled baby". Hún er samt alveg að verða það. Þá mun hún sofa tilgreinda lúra. Morgunlúrinn, hádegislúrinn, eftirmiddagslúrinn. Núna sefur hún bara þegar henni dettur það í hug. Suma daga, eins og í dag, alveg út í gegn. Aðra daga varla neitt. Það er hrikalega erfitt og ég missi næstum vitið. Vegna þess að þegar hún er vakandi þarf hún athygli hverja einustu mínútu.
Það er frekar snar að vera með ómálga barni allan daginn. Ég skil vel að konur verði þunglyndar á því. Það er yndislegt. Yndislegt þegar allt leikur í lyndi og barnið hlær og brosir. Það er líka ljómandi gott þegar það er að sjúga brjóstið. En laumulega óskar maður þess alltaf að það fari að sofa. Og sofi sem lengst. Eins og segir í vögguvísunni: sofðu lengi sofðu rótt, seint mun best að vakna... Virðist sem mæður hafi óskað þessa í gegnum aldirnar.
Edda er ekki orðið það sem hér í landi kallast "settled baby". Hún er samt alveg að verða það. Þá mun hún sofa tilgreinda lúra. Morgunlúrinn, hádegislúrinn, eftirmiddagslúrinn. Núna sefur hún bara þegar henni dettur það í hug. Suma daga, eins og í dag, alveg út í gegn. Aðra daga varla neitt. Það er hrikalega erfitt og ég missi næstum vitið. Vegna þess að þegar hún er vakandi þarf hún athygli hverja einustu mínútu.