7.5.12
Mánudagur
          Við Edda fórum í yoga í dag.  Eða þannig.  Aumingja Edda var nýsofnuð þegar við komum á staðinn og vaknaði við það að ég lagði hana á teppið.  Hún var ekkert smá svekkt með að vera lögð á teppið og þurfti smá hugg.  Eftir það gat ég gert eina pósu eða tvær.  Þá þurfti Edda meira hugg.  Kom í ljós að hún þurfti nýja bleiju.  En var samt ekki sátt.  Þá fékk hún að drekka.  Síðan lagðist hún á teppið og ég gat gert eina pósu og þá var tíminn búinn. 
En það má yfirfæra þessa sögu á hvað sem er. Tinna að fá sér hádegismat. Tinna að spliffast í tölvunni.
Núna í kvöld borðaði ég nammið hans Óla. Kasjúhnetur með karamellumixi. Lítil agnarögn af mixinu eða hnetunni fór í vitlausa rörið og ég er búin að vera að hósta í korter. Óli heldur að það ætti að kenna mér að borða ekki nammið hans.
Ég eldaði linsusúpu í kvöld með kastaníjuhnetum og fennel. Hún var einstaklega góð.
          
		
 
  
En það má yfirfæra þessa sögu á hvað sem er. Tinna að fá sér hádegismat. Tinna að spliffast í tölvunni.
Núna í kvöld borðaði ég nammið hans Óla. Kasjúhnetur með karamellumixi. Lítil agnarögn af mixinu eða hnetunni fór í vitlausa rörið og ég er búin að vera að hósta í korter. Óli heldur að það ætti að kenna mér að borða ekki nammið hans.
Ég eldaði linsusúpu í kvöld með kastaníjuhnetum og fennel. Hún var einstaklega góð.
