28.7.11
Thank you Mood!
Ég er aðeins búin að vera að horfa á Project Runway. Það var sennilega þar sem ég fékk hugmyndina að saumavélinni. Mig langar svo að vera í svona fínum fötum eins og þau búa til og nú er ég komin með tvö skref af þrem. Komin með saumavél. Búin að fara í Mood og kaupa efni. Á bara eftir að sauma. Það gæti verið að það sé erfiðasta skrefið og það sem líklegast er til að ganga ekki eftir eins og hugur stendur til.
Ég er að hugsa um að láta Sunnu kenna mér undirstöðu atriðin í saumum og fatasmíð. Það býr líka yfir þeim kosti að fyrir utan að læra undirstöðu atriðin í saumum og fatasmíð get ég kennt Sunnu um ef útkoman er ekki sú sem ég hafði í huga.
Það var ekki lítið ógnvekjandi að fara í þessa búð. Ég er náttúrulega algjör viðvaningur þegar kemur að saumaskap og efnisvali. Ég vissi allavegana að ég vildi hvorki ull né pólýester. Mig langaði að kaupa lífrænt ræktaða bómull en úrvalið var bara ekki nógu gott. Skær appelsínugult og grátt og grænt. Ojjj. Svo ég keypti venjulega bómull og konan sem klippti fyrir mig sagði að Jersey væri vinur minn. Þannig komst ég að því að þetta er Jersey-bómullarefni. Svo nú veit ég allavegana eitthvað.
Vonandi verður það næsta sem gerist að þessi bloggari breytist úr því að vera ráðviltur vísindamaður sem er eitthvað að hangsa í New York borg í súper-heimilismóður sem saumar á fjölskylduna tískuföt og gardínur í svefniherbergið. Það er samt aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér.
Ég er að hugsa um að láta Sunnu kenna mér undirstöðu atriðin í saumum og fatasmíð. Það býr líka yfir þeim kosti að fyrir utan að læra undirstöðu atriðin í saumum og fatasmíð get ég kennt Sunnu um ef útkoman er ekki sú sem ég hafði í huga.
Það var ekki lítið ógnvekjandi að fara í þessa búð. Ég er náttúrulega algjör viðvaningur þegar kemur að saumaskap og efnisvali. Ég vissi allavegana að ég vildi hvorki ull né pólýester. Mig langaði að kaupa lífrænt ræktaða bómull en úrvalið var bara ekki nógu gott. Skær appelsínugult og grátt og grænt. Ojjj. Svo ég keypti venjulega bómull og konan sem klippti fyrir mig sagði að Jersey væri vinur minn. Þannig komst ég að því að þetta er Jersey-bómullarefni. Svo nú veit ég allavegana eitthvað.
Vonandi verður það næsta sem gerist að þessi bloggari breytist úr því að vera ráðviltur vísindamaður sem er eitthvað að hangsa í New York borg í súper-heimilismóður sem saumar á fjölskylduna tískuföt og gardínur í svefniherbergið. Það er samt aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér.
22.7.11
Hitabylgja í Bandaríkjunum
Úff hvað er heitt í hitabylgju. Hú ha. í dag eru 38 gráður í New York. Alveg fáránlegt.
Ég er að fá fyrirfram afmælisgjöf frá manninum mínum. Saumavél! Jei. Núna verð ég aldeilis vel dressuð vona ég. Að kaupa föt er nefnilegasta það leiðinlegasta sem ég geri. Mér líst aldrei á neitt og finnst allt ómögulegt. Ég vona að þetta verði betra. Allavegana skemmtilegra. Jei. Ég er að fara að sækja hana á eftir. Það vildi svo skemmtilega til að stelpa í næstu götu er að selja saumavélina sína sem ég ætla að kaupa. Mjög heppilegt.
Síðan er ég að spá í að sleppa úr þessum hita og kíkja á föðurlandið í ágúst. Hlakka mikið til að kíkja í sveitina. Sumar í sveit.
Ég er að fá fyrirfram afmælisgjöf frá manninum mínum. Saumavél! Jei. Núna verð ég aldeilis vel dressuð vona ég. Að kaupa föt er nefnilegasta það leiðinlegasta sem ég geri. Mér líst aldrei á neitt og finnst allt ómögulegt. Ég vona að þetta verði betra. Allavegana skemmtilegra. Jei. Ég er að fara að sækja hana á eftir. Það vildi svo skemmtilega til að stelpa í næstu götu er að selja saumavélina sína sem ég ætla að kaupa. Mjög heppilegt.
Síðan er ég að spá í að sleppa úr þessum hita og kíkja á föðurlandið í ágúst. Hlakka mikið til að kíkja í sveitina. Sumar í sveit.
16.7.11
Fiskur og kjöt
Ég er með járnskort, hver er ekki með járnskort?, en núna er hann meiri en venjulega og því er ég að reyna að vinna úr því. Keypti járnmixtúru úr allskonar rótum og dóti sem á að virka svaka vel. Auk þess erum við Óli farin að borða meira kjöt. Ég var um það bil hætt að elda kjöt því, jah, ég veit ekki alveg af hverju, mér finnst bara skemmtilegra að elda grænmeti en nú er annað uppi á teningnum. Við vorum með steik í gær og aftur í kvöld. Daginn þar áður eldaði ég kassarólu með baunum og svínakjöti. Hún var ágæt. Baunir eru líka jarnríkar. Nema hvað. Síðan notaði ég einhverja reiknivél á netinu og komst að því að í einni steik er bara 20% af ráðlögðum dagsskammti af járni. Og kjöt er það járnríkasta sem til er. Fyrir utan kannski blóð. Hvernig í ósköpunum á þetta að geta gengið upp spyr ég bara.
Óli er kominn með æði fyrir smá-fisk. Við erum búin að vera að borða sardínur. Ferskar, úr dós, með ólíu, tómötum, jú neim it. Síðan fór hann til Íslands og hvað gerðist þá! Hann kom heim með loðnu. Loðnu. Svo núna erum við að borða loðnu. Þetta líf. Maður veit aldrei hvert það fer með mann. Uppá Siglufjörð ef maður passar sig ekki.
Óli er kominn með æði fyrir smá-fisk. Við erum búin að vera að borða sardínur. Ferskar, úr dós, með ólíu, tómötum, jú neim it. Síðan fór hann til Íslands og hvað gerðist þá! Hann kom heim með loðnu. Loðnu. Svo núna erum við að borða loðnu. Þetta líf. Maður veit aldrei hvert það fer með mann. Uppá Siglufjörð ef maður passar sig ekki.
8.7.11
Mús í hús
Maður er ekki fyrr búinn að losa sig við eina pest en önnur birtist. Ein, ef ekki fleiri mýs, hafa verið hérna í veggjunum hjá okkur. Ég heyri í henni af og til á daginn eitthvað að krafsa um inni í veggjunum. Þetta er ekki djók. Öllu verra þykir mér að hún er búin að smíða sér músarholu, sem ég ekki finn, og kemur nú inn til okkar á kvöldin.
Óli sá hana einu sinni og ég einu sinni. Þá öskraði ég. Óli Óli ég sé ´ana. Óli var alveg rólegur. Kláraði bara tölvuleikinn sinn og fór síðan með kúst inní fataskáp en þangað hljóp hún. Hann er ekki vitund hræddur við þessa litlu sætu mús. Svo mikil hetja. Ég er skíthrædd. Þegar við heyrðum í henni inn í skáp fyrr í vikunni fór ég strax upp á stól. Sköpunargleðin er ekkert fyrirferðamikil í Tomma og Jenna. Það er það eina sem mann langar til að gera þegar maður veit af mús og það er að hoppa upp á stól.
En við finnum engan mat sem hún gæti hafa komist í eða neina músarholu. Ég hugsa að ég verði að fara út í smíða búðina og kaupa músagildrur. Eeek. Þess hlakkar mig ekki til. Að drepa mús. Litla sæta mús. Meira vesenið.
Satt að segja skil ég ekkert í því af hverju hún er ekki bara úti. Það er fáránlega gott veður hérna. Svo gott að ég er búin að vera að experimenta með svaladrykki. Við eigum nefnilega soda stream tæki. Uppáhaldið mitt þessa dagana er að setja ávaxtasafa, kreistan eða úr flösku, í glas með klaka og hella síðan fullt af gos-vatni útí. Heimatilbúið gos. Það er nú meiri draumurinn.
Hérna í gamladaga, fyrir svona 100+ árum fór fólk á sérstaka bari til að fá gos. Soda Shop. Eitt vinsælt gos í þá daga var með kókaíni í. Þeir voru villtir dagar þessir gömludagar.
Óli sá hana einu sinni og ég einu sinni. Þá öskraði ég. Óli Óli ég sé ´ana. Óli var alveg rólegur. Kláraði bara tölvuleikinn sinn og fór síðan með kúst inní fataskáp en þangað hljóp hún. Hann er ekki vitund hræddur við þessa litlu sætu mús. Svo mikil hetja. Ég er skíthrædd. Þegar við heyrðum í henni inn í skáp fyrr í vikunni fór ég strax upp á stól. Sköpunargleðin er ekkert fyrirferðamikil í Tomma og Jenna. Það er það eina sem mann langar til að gera þegar maður veit af mús og það er að hoppa upp á stól.
En við finnum engan mat sem hún gæti hafa komist í eða neina músarholu. Ég hugsa að ég verði að fara út í smíða búðina og kaupa músagildrur. Eeek. Þess hlakkar mig ekki til. Að drepa mús. Litla sæta mús. Meira vesenið.
Satt að segja skil ég ekkert í því af hverju hún er ekki bara úti. Það er fáránlega gott veður hérna. Svo gott að ég er búin að vera að experimenta með svaladrykki. Við eigum nefnilega soda stream tæki. Uppáhaldið mitt þessa dagana er að setja ávaxtasafa, kreistan eða úr flösku, í glas með klaka og hella síðan fullt af gos-vatni útí. Heimatilbúið gos. Það er nú meiri draumurinn.
Hérna í gamladaga, fyrir svona 100+ árum fór fólk á sérstaka bari til að fá gos. Soda Shop. Eitt vinsælt gos í þá daga var með kókaíni í. Þeir voru villtir dagar þessir gömludagar.
4.7.11
4th of July
er í dag sem er einmitt þjóðhátíðadagur Bandaríkjanna. Þá er við hæfi að fara í picnic í almenningsgarð og það gerðum við Óli einmitt. Vorum með kartöflusalat eins og lög gera ráð fyrir, eggjasalat og heimabakað brauð. Spiluðum spil og chilluðum. Síðan komu Sagit og Ariel við með miða fyrir okkur á tónleika sem þau eru að halda og geisladisk. Það var gaman að sjá þau. Við fórum síðan upp á þak og fengum bjór og kavíar. Ekkert slor það.