8.7.11
Mús í hús
Maður er ekki fyrr búinn að losa sig við eina pest en önnur birtist. Ein, ef ekki fleiri mýs, hafa verið hérna í veggjunum hjá okkur. Ég heyri í henni af og til á daginn eitthvað að krafsa um inni í veggjunum. Þetta er ekki djók. Öllu verra þykir mér að hún er búin að smíða sér músarholu, sem ég ekki finn, og kemur nú inn til okkar á kvöldin.
Óli sá hana einu sinni og ég einu sinni. Þá öskraði ég. Óli Óli ég sé ´ana. Óli var alveg rólegur. Kláraði bara tölvuleikinn sinn og fór síðan með kúst inní fataskáp en þangað hljóp hún. Hann er ekki vitund hræddur við þessa litlu sætu mús. Svo mikil hetja. Ég er skíthrædd. Þegar við heyrðum í henni inn í skáp fyrr í vikunni fór ég strax upp á stól. Sköpunargleðin er ekkert fyrirferðamikil í Tomma og Jenna. Það er það eina sem mann langar til að gera þegar maður veit af mús og það er að hoppa upp á stól.
En við finnum engan mat sem hún gæti hafa komist í eða neina músarholu. Ég hugsa að ég verði að fara út í smíða búðina og kaupa músagildrur. Eeek. Þess hlakkar mig ekki til. Að drepa mús. Litla sæta mús. Meira vesenið.
Satt að segja skil ég ekkert í því af hverju hún er ekki bara úti. Það er fáránlega gott veður hérna. Svo gott að ég er búin að vera að experimenta með svaladrykki. Við eigum nefnilega soda stream tæki. Uppáhaldið mitt þessa dagana er að setja ávaxtasafa, kreistan eða úr flösku, í glas með klaka og hella síðan fullt af gos-vatni útí. Heimatilbúið gos. Það er nú meiri draumurinn.
Hérna í gamladaga, fyrir svona 100+ árum fór fólk á sérstaka bari til að fá gos. Soda Shop. Eitt vinsælt gos í þá daga var með kókaíni í. Þeir voru villtir dagar þessir gömludagar.
Óli sá hana einu sinni og ég einu sinni. Þá öskraði ég. Óli Óli ég sé ´ana. Óli var alveg rólegur. Kláraði bara tölvuleikinn sinn og fór síðan með kúst inní fataskáp en þangað hljóp hún. Hann er ekki vitund hræddur við þessa litlu sætu mús. Svo mikil hetja. Ég er skíthrædd. Þegar við heyrðum í henni inn í skáp fyrr í vikunni fór ég strax upp á stól. Sköpunargleðin er ekkert fyrirferðamikil í Tomma og Jenna. Það er það eina sem mann langar til að gera þegar maður veit af mús og það er að hoppa upp á stól.
En við finnum engan mat sem hún gæti hafa komist í eða neina músarholu. Ég hugsa að ég verði að fara út í smíða búðina og kaupa músagildrur. Eeek. Þess hlakkar mig ekki til. Að drepa mús. Litla sæta mús. Meira vesenið.
Satt að segja skil ég ekkert í því af hverju hún er ekki bara úti. Það er fáránlega gott veður hérna. Svo gott að ég er búin að vera að experimenta með svaladrykki. Við eigum nefnilega soda stream tæki. Uppáhaldið mitt þessa dagana er að setja ávaxtasafa, kreistan eða úr flösku, í glas með klaka og hella síðan fullt af gos-vatni útí. Heimatilbúið gos. Það er nú meiri draumurinn.
Hérna í gamladaga, fyrir svona 100+ árum fór fólk á sérstaka bari til að fá gos. Soda Shop. Eitt vinsælt gos í þá daga var með kókaíni í. Þeir voru villtir dagar þessir gömludagar.