19.3.17

Sólveig þriggja

Sólveig varð þriggja ára í síðustu viku og sú var sko ánægð með það.  Við vorum með svipað prógram.  Veislu með vinum, kisuköku, allskonar kræsingar og pottaleikinn.  Fólk var ljómandi ánægt og ekki síst afmælisbarnið sem naut þess að láta syngja fyrir sig, blása á kertin og vera miðdepill tilverunnar í nokkra daga.Ég er öll að æfast í þessum afmælismálum.  Ég var ekki lítið stressuð þegar við héldum upp á fjögra ára afmæli Eddu í fyrra.  Þá pantaði ég stóla og borð ofanúr bæ, keypti heilan helling af dóti og skrauti,  fínustu beyglur sem fást í 100 mílna radíus, nýja myndavél og ég veit ekki hvað og hvað.  Ég gat varla sofið í tvær vikur fyrir geimið.  Núna er þetta komið upp í rútínu.  Partý city að sækja hvolpasveita/dótu læknis diska og servéttur, aðföng í Trader Joes og whole foods, skella í eina kisu, skreyta með smartís og bingó.  Taka svolítið til.  Afmæli komið.  Þetta er svo lítið mál en maður miklar þetta svo fyrir sér.

8.3.17

Ferðalag

Ég er að skipuleggja ferðalag um þjóðgarðana í suðvestur bandaríkjunum.  Það er svona thing hjá bandarískum fjölskyldum að gera þetta.  Og við erum jú 3/5 bandarísk.  Ætlum að leigja húsbíl og rúnta um með þrjár kynslóðir.  Enda í San Francisco eða Seattle.  Ég er að springa úr spenningi.  Mig er búið að dreyma um svona frí.

En fyrst verður haldið upp á afmæli Sólveigar (laugardaginn) og Ástu (þrem vikum seinna).  Síðan er ég að reyna að leigja íbúðina okkar út.  Það gengur ekki neitt.  Ég hugsa að fólki finnist hún of fín. Annað í fréttum er að Ásta er að læra að ganga ein og óstudd.  Hún kann nú alveg að ganga en vill endilega styðja sig aðeins, með einum putta allavegana.  Gæti verið að þetta verði komið á morgun.

Hér er eins og annarstaðar allskonar blíðviðri.  Hérna eru stelpurnar að reyna að kenna systur sinni á hlaupahjól.
This page is powered by Blogger. Isn't yours?