8.3.17

Ferðalag

Ég er að skipuleggja ferðalag um þjóðgarðana í suðvestur bandaríkjunum.  Það er svona thing hjá bandarískum fjölskyldum að gera þetta.  Og við erum jú 3/5 bandarísk.  Ætlum að leigja húsbíl og rúnta um með þrjár kynslóðir.  Enda í San Francisco eða Seattle.  Ég er að springa úr spenningi.  Mig er búið að dreyma um svona frí.

En fyrst verður haldið upp á afmæli Sólveigar (laugardaginn) og Ástu (þrem vikum seinna).  Síðan er ég að reyna að leigja íbúðina okkar út.  Það gengur ekki neitt.  Ég hugsa að fólki finnist hún of fín. Annað í fréttum er að Ásta er að læra að ganga ein og óstudd.  Hún kann nú alveg að ganga en vill endilega styðja sig aðeins, með einum putta allavegana.  Gæti verið að þetta verði komið á morgun.

Hér er eins og annarstaðar allskonar blíðviðri.  Hérna eru stelpurnar að reyna að kenna systur sinni á hlaupahjól.




This page is powered by Blogger. Isn't yours?