19.3.17

Sólveig þriggja

Sólveig varð þriggja ára í síðustu viku og sú var sko ánægð með það.  Við vorum með svipað prógram.  Veislu með vinum, kisuköku, allskonar kræsingar og pottaleikinn.  Fólk var ljómandi ánægt og ekki síst afmælisbarnið sem naut þess að láta syngja fyrir sig, blása á kertin og vera miðdepill tilverunnar í nokkra daga.



Ég er öll að æfast í þessum afmælismálum.  Ég var ekki lítið stressuð þegar við héldum upp á fjögra ára afmæli Eddu í fyrra.  Þá pantaði ég stóla og borð ofanúr bæ, keypti heilan helling af dóti og skrauti,  fínustu beyglur sem fást í 100 mílna radíus, nýja myndavél og ég veit ekki hvað og hvað.  Ég gat varla sofið í tvær vikur fyrir geimið.  Núna er þetta komið upp í rútínu.  Partý city að sækja hvolpasveita/dótu læknis diska og servéttur, aðföng í Trader Joes og whole foods, skella í eina kisu, skreyta með smartís og bingó.  Taka svolítið til.  Afmæli komið.  Þetta er svo lítið mál en maður miklar þetta svo fyrir sér.

Comments:
he he... vá, hvað ég þekki þetta með afmælin. Mér finnst alltaf allt þurfa að vera svo hreint heima líka fyrir gestina. Núna loksins er ég aðeins farin að slaka á í þessu. Núna þegar Guðrún Halla varð 4ra ára þá keypti ég afmælisköku sem bjargaði bara þessu öllu saman:) Þá var ég allavegana ekki bakandi líka ofan á allt kvöldið áður. Innilega til hamingju með Sólveigu! :)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?