14.5.19
Júróvisjón 2019
Er þetta epískt eða hvað? Ég er svo spennt að ég get engan veginn einbeitt mér í vinnunni. Korter í undanúrslit og Hatari er númer 13 í röðinni. Ég spái okkur náttúrulega framgöngu. Við verðum örugglega ofarlega með Ástralíu og Kýpur, kannski Póllandi og Grikklandi. Þetta er í undankeppninni. Í aðalkeppninni, þá verð ég að viðurkenna að ítalska lagið Soldi er í uppáhaldi hjá mér. Þessa stundina allavega.
Júróvisjón er í mínum huga með því besta sem er að gerast í heiminum í dag. Ég er svo ánægð að við (mannkyn og þeir sem stofnuðu Júróvisjón og héldu henni gangandi.. þar sem aðdáendur eru náttúrulega mikilvægasti flokkurinn) skyldum vera með þessa keppni í allavega 60 ár. Þegar hatrið hefur sigrað og heimurinn brennur upp, þá megum við eiga það að við héldum Júróvisjón: tæpur milljarður manns fylgdist með þessari keppni og í nokkra daga gleymdi fólk ágreiningi sínum og naut listarinnar.
Júróvisjón er í mínum huga með því besta sem er að gerast í heiminum í dag. Ég er svo ánægð að við (mannkyn og þeir sem stofnuðu Júróvisjón og héldu henni gangandi.. þar sem aðdáendur eru náttúrulega mikilvægasti flokkurinn) skyldum vera með þessa keppni í allavega 60 ár. Þegar hatrið hefur sigrað og heimurinn brennur upp, þá megum við eiga það að við héldum Júróvisjón: tæpur milljarður manns fylgdist með þessari keppni og í nokkra daga gleymdi fólk ágreiningi sínum og naut listarinnar.
Comments:
<< Home
Elska Eurovision í ár. Elska Hatara:) Gaman að tala við þig um daginn elskan mín. Hlakka til að hitta þig í sumar;)
Skrifa ummæli
<< Home