22.2.19
Hveiti
Ásta og Sólveig hjálpuðu mér að gera litla dumplings í gúllasið sem Óli eldaði og mér ljáðist að ganga strax frá hveitinu. Næsta sem ég veit er að þær koma hlaupandi skríkjandi og hlæjandi úr svefniherberginu mínu og það er allt útí hveiti. Sérstaklega þær. Litlu prakkaraormarnir. Efast samt um að nokkur hafi komist útúr barnæskunni án þess að púlla eitthvað svona svo við vorum ekkert mikið að æsa okkur yfir þessu en ég hefði átt að reyna að hrista betur úr hárinu á þeim... hveiti verður ansi límkennt þegar það blotnar. Árans glútenið.
Get ekki beðið eftir að fá skárra veður. Ásta gólaði alla leiðina í skólann um að hún vildi labba. Vildi að ég væri nógu mikill umhverfissinni til að geta labbað með þær í skólann. Það er samt óvíst með hvort Ásta myndi vilja labba í skólann ef hún myndi prófa það. Ætli það sé ekki spurning um klukkutíma fyrir hana. Praktískt séð. Ég er svona í korter að labba þangað. Greta Thunberg myndi labba.
Get ekki beðið eftir að fá skárra veður. Ásta gólaði alla leiðina í skólann um að hún vildi labba. Vildi að ég væri nógu mikill umhverfissinni til að geta labbað með þær í skólann. Það er samt óvíst með hvort Ásta myndi vilja labba í skólann ef hún myndi prófa það. Ætli það sé ekki spurning um klukkutíma fyrir hana. Praktískt séð. Ég er svona í korter að labba þangað. Greta Thunberg myndi labba.
16.2.19
Jæja. Hvað á ég að segja. Miður febrúar og maður er bara að reyna að komast í gegnum þennan vetur. Það er búið að vera frekar kalt. Tala nú ekki um heimskautaloftið þar sem fór niður í svona -50 gráður. Það var svakalegt. Það bjargaði því nú alveg að ég var búin að elda lasagna svo við gátum boðið fólkinu í húsinu í mat og það endaði bara í svaka partíi.
Við héldum upp á afmæli frumburðarins með ferð á Rainforest Café. Það var svaka ævintýri en við hjónin erum sammála um að þetta sé svona einu sinni á ævinni dæmi. Edda bauð stelpunum í bekknum í veislu og þær fengu að skreyta sínar eigin bollakökur. Það var svaka stuð. Síðan var treasure hunt og pottaleikurinn og baunagetraun inspirerað úr Einari Áskeli. Allir voru voða ánægðir.
Íslendingafélagið í Chicago heldur upp á þorrann í kvöld og ætlum við hjónin að taka þátt í þeim gleðskap. Ný barnapía er að æfa sig á stelpunum úti á róló eins og er en amma-Gail er í Michigan að heimsækja dóttur sína. Þær eru svo orkumiklar þessar elskur. Ég var nett búin að því þegar þær fóru út. Lympaðist niður í sófann.
Við héldum upp á afmæli frumburðarins með ferð á Rainforest Café. Það var svaka ævintýri en við hjónin erum sammála um að þetta sé svona einu sinni á ævinni dæmi. Edda bauð stelpunum í bekknum í veislu og þær fengu að skreyta sínar eigin bollakökur. Það var svaka stuð. Síðan var treasure hunt og pottaleikurinn og baunagetraun inspirerað úr Einari Áskeli. Allir voru voða ánægðir.
Íslendingafélagið í Chicago heldur upp á þorrann í kvöld og ætlum við hjónin að taka þátt í þeim gleðskap. Ný barnapía er að æfa sig á stelpunum úti á róló eins og er en amma-Gail er í Michigan að heimsækja dóttur sína. Þær eru svo orkumiklar þessar elskur. Ég var nett búin að því þegar þær fóru út. Lympaðist niður í sófann.
4.2.19
Ráðstefna í New Orleans
Ég er á ráðstefnu í New Orleans og það er frábært. Í morgun fór ég á nokkra fyrirlestra um Deep Water Horizon olíu slysið, en um það snýst þessi ráðstefna. Þetta voru merkilegir fyrirlestrar. Sá fyrsti fjallaði um sögu olíu leit og nýtingu í Mexikó flóa. Annar fjallaði um dýralíf í Mexíkó flóa en það er mjög fjölbreytt og sérstaklega í djúpsjó, dýpra en um 1500m. Það eru næstum því þúsund fiskitegundir sem búa í Mexikó flóa. Þriðji fjallaði um hafsbotninn og hvernig áhrif olíuslys hafa á lífríki hafsbotns. Þetta olíu slys átti sér stað 2010 en árið 1979 átti svipað stórt slys sér stað utan við Tabasco hérað í Mexikó. Þannig að þetta var geggjað merkilegt.
Það er skrýtin tilfinning að vera ekki með fjölskyldunni minni. Skrýtið en alveg ágætt. Í nokkra daga.
Það er skrýtin tilfinning að vera ekki með fjölskyldunni minni. Skrýtið en alveg ágætt. Í nokkra daga.