16.2.19

Jæja.  Hvað á ég að segja.  Miður febrúar og maður er bara að reyna að komast í gegnum þennan vetur.  Það er búið að vera frekar kalt.  Tala nú ekki um  heimskautaloftið þar sem fór niður í svona -50 gráður.  Það var svakalegt.  Það bjargaði því nú alveg að ég var búin að elda lasagna svo við gátum boðið  fólkinu í húsinu í mat og það endaði bara í svaka partíi.

Við héldum upp á afmæli frumburðarins með ferð á Rainforest Café.  Það var svaka ævintýri en við hjónin erum sammála um að þetta sé svona einu sinni á ævinni dæmi.  Edda bauð stelpunum í bekknum í veislu og þær fengu að skreyta sínar eigin bollakökur.  Það var svaka stuð. Síðan var treasure hunt og pottaleikurinn og baunagetraun inspirerað úr Einari Áskeli.  Allir voru voða ánægðir.

Íslendingafélagið í Chicago heldur upp á þorrann í kvöld og ætlum við hjónin að taka þátt í þeim gleðskap.  Ný barnapía er að æfa sig á stelpunum úti á róló eins og er en amma-Gail er í Michigan að heimsækja dóttur sína.  Þær eru svo orkumiklar þessar elskur.  Ég var nett búin að því þegar þær fóru út.  Lympaðist niður í sófann. 






This page is powered by Blogger. Isn't yours?