22.2.19

Hveiti

Ásta og Sólveig hjálpuðu mér að gera litla dumplings í gúllasið sem Óli eldaði og mér ljáðist að ganga strax frá hveitinu.  Næsta sem ég veit er að þær koma hlaupandi skríkjandi og hlæjandi úr svefniherberginu mínu og það er allt útí hveiti.  Sérstaklega þær.  Litlu prakkaraormarnir.  Efast samt um að nokkur hafi komist útúr barnæskunni án þess að púlla eitthvað svona svo við vorum ekkert mikið að æsa okkur yfir þessu en ég hefði átt að reyna að hrista betur úr hárinu á þeim... hveiti verður ansi límkennt þegar það blotnar.  Árans glútenið.






Get ekki beðið eftir að fá skárra veður.  Ásta gólaði alla leiðina í skólann um að hún vildi labba.  Vildi að ég væri nógu mikill umhverfissinni til að geta labbað með þær í skólann.  Það er samt óvíst með hvort Ásta myndi vilja labba í skólann ef hún myndi prófa það.  Ætli það sé ekki spurning um klukkutíma fyrir hana.  Praktískt séð.  Ég er svona í korter að labba þangað.  Greta Thunberg myndi labba.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?