24.2.17
Skemmtikraftur
Héðan er allt gott að frétta. Við erum svona að spá í lífið og tilveruna. Öll börnin eru að eldast. Edda varð 5 ára fyrir 2 vikum. Við héldum upp á það með pomp og prakt. 20 börn og 20 foreldrar. Svaka stuð. Allir að leika alveg á fullu. Síðan voru skinkuhorn, skyr, ber og kisukaka. Mjög þjóðlegt og fínt. Ég fékk lánuð húsgögn úr leikskólanum svo allir gætu setið. Núna er ég búin að bjóða í samskonar geim fyrir Sólveigu en hún á afmæli eftir 2 vikur. Tvem vikum seinna verður litla Ásta árs gömul. Þá verður aðal veislan.
Hérna erum við að borða cup cakes á afmælisdeginum. Við gleymdum alveg að taka mynd í veislunni. Óli setti smá móralskt spurningamerki við að fá barnfóstru á fyrsta stór-afmælisdegi frumburðarins en við höfðum fengið svaka fínt sake gefins og vorum að deyja yfir því að fá að drekka það með japönskum smáréttum. En stelpurnar elska barnfóstruna sína í botn svo mér fannst þetta borðleggjandi.
Í síðustu viku var sérstaklega skemmtilegt hjá okkur. Ég fékk akademískan gest, hana Önnu, en hún er að vinna með líkanið mitt í doktorsverkefninu sínu. Hún kom í viku til að læra af meistaranum. Fjölskyldulega séð ákváðum við að hún væri akademíska litla systir mín. Ég var nú aðeins búin að gleyma því en líkanið mitt á sér eftirlíf og er nú (mikilvægur) hlekkur í COMICS verkefninu. Það er skemmtilegt út af mörgum ástæðum, en mér finnst gaman að vera ekki bara vísindamaður heldur líka comedian. Hérna er mynd af okkur í Wicker Park að borða big star tacos í hádegismat.
Hérna erum við að borða cup cakes á afmælisdeginum. Við gleymdum alveg að taka mynd í veislunni. Óli setti smá móralskt spurningamerki við að fá barnfóstru á fyrsta stór-afmælisdegi frumburðarins en við höfðum fengið svaka fínt sake gefins og vorum að deyja yfir því að fá að drekka það með japönskum smáréttum. En stelpurnar elska barnfóstruna sína í botn svo mér fannst þetta borðleggjandi.
Í síðustu viku var sérstaklega skemmtilegt hjá okkur. Ég fékk akademískan gest, hana Önnu, en hún er að vinna með líkanið mitt í doktorsverkefninu sínu. Hún kom í viku til að læra af meistaranum. Fjölskyldulega séð ákváðum við að hún væri akademíska litla systir mín. Ég var nú aðeins búin að gleyma því en líkanið mitt á sér eftirlíf og er nú (mikilvægur) hlekkur í COMICS verkefninu. Það er skemmtilegt út af mörgum ástæðum, en mér finnst gaman að vera ekki bara vísindamaður heldur líka comedian. Hérna er mynd af okkur í Wicker Park að borða big star tacos í hádegismat.
2.2.17
Jæja
Hvað á ég að skrifa... ég er byrjuð að lyfta. Þetta er ekki djók. Tek svona um 20 kg í flestu nema réttstöðu, þar er ég með 60kg. Þetta hjómar allt svolítið meira töff í pundum. En þetta er bara fitting. Ég er búin að gera grín að Óla í tæpt ár en síðan slysaðist ég með honum á eina æfingu og það var ekki aftur snúið. Manni líður svo vel eftir svona æfingu. Það er alveg sérstök sælu tilfinning í öllum líkamanum. Núna er ég að reyna að læra power clean. Það er mikilvægt að gera allt 100% rétt svo maður slasi sig ekki.
Síðan má maður borða eins og hestur. Þar sem ég er akkúrat hætt að vera með eitt eða fleiri börn að nærast í gegnum líkama minn eftir fimm ár samfleytt, þá kemur þetta sér ágætlega. Við stelpurnar stoppuðum á diner í whole foods áðan og fengum okkur pylsur (þær) og hamborgara (ég). Við fíluðum það bara frekar vel. Google bjó til collage af okkur. Eða þeim.
Síðan má maður borða eins og hestur. Þar sem ég er akkúrat hætt að vera með eitt eða fleiri börn að nærast í gegnum líkama minn eftir fimm ár samfleytt, þá kemur þetta sér ágætlega. Við stelpurnar stoppuðum á diner í whole foods áðan og fengum okkur pylsur (þær) og hamborgara (ég). Við fíluðum það bara frekar vel. Google bjó til collage af okkur. Eða þeim.
Google bjó líka til svona collage af Ástu þegar hún var búin að fá sig fullsadda af móður sinni eitthvað að dunda með skeið, en ekki fullsadda af mat og tók málin í sínar hendur.