24.2.17
Skemmtikraftur
Héðan er allt gott að frétta. Við erum svona að spá í lífið og tilveruna. Öll börnin eru að eldast. Edda varð 5 ára fyrir 2 vikum. Við héldum upp á það með pomp og prakt. 20 börn og 20 foreldrar. Svaka stuð. Allir að leika alveg á fullu. Síðan voru skinkuhorn, skyr, ber og kisukaka. Mjög þjóðlegt og fínt. Ég fékk lánuð húsgögn úr leikskólanum svo allir gætu setið. Núna er ég búin að bjóða í samskonar geim fyrir Sólveigu en hún á afmæli eftir 2 vikur. Tvem vikum seinna verður litla Ásta árs gömul. Þá verður aðal veislan.
Hérna erum við að borða cup cakes á afmælisdeginum. Við gleymdum alveg að taka mynd í veislunni. Óli setti smá móralskt spurningamerki við að fá barnfóstru á fyrsta stór-afmælisdegi frumburðarins en við höfðum fengið svaka fínt sake gefins og vorum að deyja yfir því að fá að drekka það með japönskum smáréttum. En stelpurnar elska barnfóstruna sína í botn svo mér fannst þetta borðleggjandi.
Í síðustu viku var sérstaklega skemmtilegt hjá okkur. Ég fékk akademískan gest, hana Önnu, en hún er að vinna með líkanið mitt í doktorsverkefninu sínu. Hún kom í viku til að læra af meistaranum. Fjölskyldulega séð ákváðum við að hún væri akademíska litla systir mín. Ég var nú aðeins búin að gleyma því en líkanið mitt á sér eftirlíf og er nú (mikilvægur) hlekkur í COMICS verkefninu. Það er skemmtilegt út af mörgum ástæðum, en mér finnst gaman að vera ekki bara vísindamaður heldur líka comedian. Hérna er mynd af okkur í Wicker Park að borða big star tacos í hádegismat.
Hérna erum við að borða cup cakes á afmælisdeginum. Við gleymdum alveg að taka mynd í veislunni. Óli setti smá móralskt spurningamerki við að fá barnfóstru á fyrsta stór-afmælisdegi frumburðarins en við höfðum fengið svaka fínt sake gefins og vorum að deyja yfir því að fá að drekka það með japönskum smáréttum. En stelpurnar elska barnfóstruna sína í botn svo mér fannst þetta borðleggjandi.
Í síðustu viku var sérstaklega skemmtilegt hjá okkur. Ég fékk akademískan gest, hana Önnu, en hún er að vinna með líkanið mitt í doktorsverkefninu sínu. Hún kom í viku til að læra af meistaranum. Fjölskyldulega séð ákváðum við að hún væri akademíska litla systir mín. Ég var nú aðeins búin að gleyma því en líkanið mitt á sér eftirlíf og er nú (mikilvægur) hlekkur í COMICS verkefninu. Það er skemmtilegt út af mörgum ástæðum, en mér finnst gaman að vera ekki bara vísindamaður heldur líka comedian. Hérna er mynd af okkur í Wicker Park að borða big star tacos í hádegismat.