14.4.16

Ásta Guðrún tveggja vikna

Elsku litla krílið er tveggja vikna.  Mér finnst eiginlega ótrúlegt að fólk geti verið svona lítið og ósjálfbjarga.  Þetta er svo absúrd ástand á manneskju að maður getur ekki munað hvernig það er að annast svona kríli þegar þessu skeiði er lokið.  Hún getur rétt svo snúið höfðinu og hún getur auðveldlega orgað.  En þar endar þessi listi um það sem hún getur gert.  Sem foreldri er maður "með lífið í lúkunum" eins og máltækið segir.  Þessi litla vera reiðir sig á mann til að halda sér á lífi.

Það er algjörlega yfirþyrmandi að eignast barn.  Það að geta ákveðið að búa til nýja manneskju er ótrúlegt í sjálfu sér.  Varla neitt á þessari plánetu er jafn fullkomið og einstakt og manneskjur og fólk bara býr til nýja manneskju alveg áreynslulaust, þannig séð.  Síðan er maður með þennan litla hnoðra í fanginu, eða á bringunni eins og ég núna, algjörlega ósjálfbjarga og maður þarf að passa að hann vaxi og dafni.  Þegar ég lít aðeins aftur í tímann þá sé ég að mér hefur liðið svona áður.  Síðast en ekki síst þarf að koma barninu "til manns".  Hú ha.

Comments:
Einmitt. Er ekki smá sannleikskorn í því sem þeir segja; að lífið byrji þegar maður eignast börn? Ég er algerlega sammála því að þetta er yfirþyrmandi. Það er það. Nei halló, lít út um gluggann og það snjóar! Það er 17. apríl og krakkarnir voru út á trampó í garðinum í gær. Oh, þetta land!
 
Það voru einmitt 27 gráður hérna í gær og síðan bara 7 í dag. Svaka eldingar sem fylgdu þessu breytta veðurfari.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?