3.1.14

Gleðilegt nýtt ár!

2014.  Það verður gott ár.  Ég er ekkert lítið spennt fyrir því.  Eftir tæpa viku kemur Lóa Björk frænka mín og hún ætlar að búa hjá okkur vonandi fram á sumar.  Síðan verður Edda tveggja ára.  Það kemur nýtt lítið barn.  Ég trúi þessu varla.  Ég hef engan tíma til að vera með miklar vangaveltur um litla barnið í mallanum.  Af og til slær það mig að það er að fara að koma út, eftir bara nokkrar vikur.  Reyndar er það meira og minna alltaf á hreyfingu, að sparka og kýla út í kviðinn á mér, svo það er ekki eins og ég gleymi því að það er þarna en þetta er öðruvísi en síðast þegar ég fylgdist með nákvæmlega öllum smáatriðunum um stærð og þroska á barninu - núna er það eins og kantelópa og heyrir allt sem ég segir og hugsa...

Hérna er ein mynd af Eddu að taka upp jólapakka.


Við höfðum það svaka gott um áramótin.  Vorum með lambalæri og perutertu í desert.  Síðan horfðum við á skaupið og skáluðum í takt við innsiglingu nýja ársins í Karabíska hafið.  Óli og Silla fóru í Central Park í nýárshlaupið og Atli og Gía fóru að hvetja.  Ég kyssti Eddu á miðnætti og hún prumpaði.    

Comments:
ha ha, æðislegt blogg! Gleðilegt nýtt ár Tinna mín, þú ert svo frábær:) Sakni sakn, gangi ykkur rosalega vel með allt. Hefurðu prufað að hlusta á hypnobabies? Það munaði öllu þegar ég fæddi Guðrúnu Höllu (virkaði rosa vel á mig.) Er með það á dropboxinu ef þú vilt..
 
Gleðilegt nýtt ár Tinna, Óli og Edda! Takk fyrir jólakortið btw :)

Og til hamingju með bumbubúann! I had no idea!! Hvenær áttu von á þér??

Knús yfir hafið.
 
Mánaðarmótin Feb-Mars. Allir orðnir voða spenntir, við Edda vorum að skrúfa saman vögguna í dag.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?