17.12.13

Litlu jólin

Hjá Eddu voru í dag.  Hún fór í skólann voða fín í kjól með spennu.  Þegar ég kom að taka þátt í hátíðarhöldunum var barnið bara á sokkabuxunum í nærbol.  Þá var henni alltof heitt þar sem hún var að sjálfsögðu í tvöföldum nærbol - ullar og bómullar.

Hérna eru sætar myndir af okkur í sólinni.  Fórum í Thanksgiving frí í Karabískahafið á fransk-hollenska eyju sem heitir St. Martin.  Það var algjört æði.




Núna er jólaundirbúningurinn náttúrulega í fullum gír.  Við buðum nokkrum kunningjum í jólaglögg um helgina og erum komin með jólatré.  Fengum jólakort frá Eddu sem þær gerðu í leikskólanum með mynd af henni framaná.  Fyndið en ég þekki varla dóttur mína á þessari mynd.  Hún er með einhvern leikskólasvip sem ég hafði bara aldrei séð.  Fyndið.  Kannski brosir maður svona á spænsku.  Þar heitir hún líka Eda.  Ég sver það.

Comments:
Krútt! Hvar er mynd af mömmunni, þer sjálfri? ;) Vona að jólin ykkar verði yndisleg. Jólakveðja, Lilja
 
Ahh, hún kemur í pósti.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?