27.2.13

Svinafita

Nýjasta uppáhaldið mitt.  Nú vil ég ekki elda máltíð án þess að það sé svínafita með í spilinu.  Í kvöld var það guanciale sem er tvímælalaust besta svínafita sem til er.  Kinnar.  Gerist ekki meira djúsí.  I gær var það leaf lard sem þýðir bara svína fita í böku-botninum.  En hér í Bandaríkjunum er pie (t.d. apple pie)  með svínafitu í stað smjörs í botninum.  Ég set smjör og svina til helminga.  Ef maður setur bara svína þá verður botninn einum of brotkenndur.  Við vorum með spínat quiche.  Alveg frábært.  Frábært að vera heimavinnandi húsmóðir.

Í smá andstöðu við þetta nýja uppáhald hjá mér er Miðjarðahafs mataræði.  Það er mikill æsingur sambandi við það hér í landi og mér líst frekar vel á það.  Í kvöld vorum við Óli með fyrsta í Miðjarðahafs mataræði.  Heilhveiti pasta með sætum kartöflum og rósmarín.  Annars vegar voru ansjósur, rauðlaukur og kirsuberjatómatar með og hinsvegar guanciale.  Guanciale kláraðist.  Það er ómótstæðilegt.  Og ekki mjög Miðjarðahafst.  En ég hugsa að ég sé núna byrjuð að borða ansjósur.  Eg hef alltaf forðast þær en eftir kvöldið í kvöld hugsa ég að það geri ég ekki.  Ansjósur eru alveg sérstakar á bragðið og gefa alveg sérstakan keim, því maður notar ekki mjög margar.

Það sem er mikilvægt i Miðjarðahafs mataræði eru ólívurnar fyrst og fremst.  Heilar og pressaðar.  Í kvöld vorum við með salat með ólívum, ólívuolíu, feta osti og rauðlauk.  Mjög Miðjarðahafst.  Og geðveikt gott.  Mæli með.  Sætu voru ofnbakaðar í góðum slurk af ólívuolíu, salti og pipar.  Síðan er mikilvægt að hafa sardínur, ansjosur eða túnfisk (við munum aldrei hafa túnfisk) einu sinni í viku.  Grænmeti, ávexti (þrír á dag), fitusnauður ostur (t.d. feta) , rauðvín (allavegana 7 glös á viku) og súkkulaði (ekki málið).

This page is powered by Blogger. Isn't yours?