29.10.12

Beðið eftir Sandy

Enn aftur erum við búin að taka inn svalahúsgögnin og blómapottana.  Brauðið að hefast.  Nóg til af íslensku lambalæri.  Óli skrifaði niður heimilisfangið á neyðarskýlinu.  Hann komst ekkert í vinnuna í dag þar sem allar samgöngur liggja niðri.  Hér er tiltölulega mikið rok og rigning.  Af og til koma svaka vindhviður.  Ég hugsa að við sofum í stofunni aftur.  Það er of ógnvekjandi að liggja uppvið þessar stóru rúður.

Við fórum í síðasta gögnutúrinn í gærkvöldi fyrir útgöngubannið.  Ætluðum bara að kíkja á auðu göturnar en enduðum á Litlu Hafmeyjunni í smá ostru og humarveislu.  Edda fékk graskerasúpu sem hún var mjög ánægð með.  Hún er svo hamingjusamt barn.  Heillaði alla veitingahúsagestina upp úr skónum með krúsidúllutöktunum sínum.

Núna slökum við hjónin á í nýju hægindastólunum okkar meðan ljúfan sefur og hlustum á 4. sinfóníu Bethóvens.  Óli að lesa og ég að blogga.  Agalega nice.

Comments:
Bíddu, nýjir hægindastólar?!? Akút nýja færslu um þá, takk!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?