27.8.11

In the eye of the storm

Náttúruhamfarir frá öðrum heimshlutum halda áfram að leggja leið sína til New York. Í þetta skiptið er það fellibylur og hann, eða hún, heitir Irene. Hann á að koma hingað í fyrramálið en mayor Bloomberg er við öllu viðbúinn í þetta sinn og það er búið að loka subway í fyrsta sinn í hundrað eða fleiri ár. Hundruðir þúsunda hefur verið skipað að flýja heimili sín, mandatory evacuation, og fólk er búið að byrgja sig upp af vatni og mat.

Við fórum í matvöruverslunina í gær og þar var hálfgert stríðsástand. Fullt útúr dyrum. Við fengum varla körfu og hillurnar voru hálftómar. Allt vatnið farið, ekki það að við ætluðum að kaupa vatn en ég ætlaði að kaupa súrmjólk og hún var uppseld. Svolítið spennandi. Við erum búin að taka svalahúsgögnin inn og blómapottana inn í svefniherbergi.

Og nú er bara að bíða. Ég er að skrifa abstract til að fara á ráðstefnu í Barcelona. Svaka spennandi. Nýjar pælingar. Revolutionary. Vonandi.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?