24.1.11
Afmælisferð til DC
Við Óli fórum um helgina í ferð til Washington í DC sem er náttúrulega höfuðborg Bandaríkjanna. Það var súper góð upplifun. Þrátt fyrir hörkufrost skoðuðum við heilmargt. Við byrjuðum á því að fara í the Capitol sem er þinghúsið þar sem undirdeildin (House - fjöldi þingmanna fer eftir höfðatölu) og yfirdeildin (senate - 2 þingmenn fyrir hvert fylki) koma saman að þinga. Það er einkar glæsileg bygging. Byggð að mestu leyti af þrælum í lok 19. aldar. Hér er mynd af mér á tröppum hæstaréttar hússins með the capitol í bakgrunni.
Því næst skoðuðum við þjóðarbókhlöðuna. Við fórum á eastern market í hádegismat sem er alveg frábær markaður og síðan skoðuðum við skjölin upphaflegu. Stjórnarskrána og plögg sem henni fylgja. Þá gátum við loksins labbað að hvíta húsinu. Náðum því miður ekki að heilsa upp á Barack og Michelle. Ætli þau hafi ekki verið að sinna einhverju mjög mikilvægu. Létum nægja að taka mynd af okkur.
Þá vorum við orðin dauðuppgefin og okkur orðið fáránlega kalt. Ég var bara í jakka en ekki gærukápu eins og hefði verið málið í 10 stiga frosti. Á afmælisdeginum hans Óla fengum við heitt súkkulaði í morgunmat hjá mjög indælum mönnum, kíktum í National Geographic Society og í flug og geimfara safnið. Dagurinn endaði síðan með ömmu Rúnu köku í stofunni heima. En það er varla hægt að hugsa sér betri endi á degi.
Því næst skoðuðum við þjóðarbókhlöðuna. Við fórum á eastern market í hádegismat sem er alveg frábær markaður og síðan skoðuðum við skjölin upphaflegu. Stjórnarskrána og plögg sem henni fylgja. Þá gátum við loksins labbað að hvíta húsinu. Náðum því miður ekki að heilsa upp á Barack og Michelle. Ætli þau hafi ekki verið að sinna einhverju mjög mikilvægu. Létum nægja að taka mynd af okkur.
Þá vorum við orðin dauðuppgefin og okkur orðið fáránlega kalt. Ég var bara í jakka en ekki gærukápu eins og hefði verið málið í 10 stiga frosti. Á afmælisdeginum hans Óla fengum við heitt súkkulaði í morgunmat hjá mjög indælum mönnum, kíktum í National Geographic Society og í flug og geimfara safnið. Dagurinn endaði síðan með ömmu Rúnu köku í stofunni heima. En það er varla hægt að hugsa sér betri endi á degi.