12.1.11
Vinnan göfgar manninn
Hérmeð, í óákveðinn tíma að minnsta kosti, mun ég byrja bloggið á góðu og gildu máltæki eða málshætti.
Ég fékk alveg hnút í magan þegar ég fór að gera to-do lista. Hann var geðveikt langur og aðallega með IMPORTANT og NOT URGENT. Það er að sjálfsögðu mikilvægasti ferningurinn. Svolítið yfirþyrmandi að hafa allt í þeim ferningi. Það jákvæða er að þá er maður greinilega búinn að koma sér vel fyrir með allskonar mikilvæg langtíma markmið og verkefni. Ekkert er því til fyrirstöðu að maður fari að vinna í þessum mikilvægu verkefnum. Á hinn bóginn hefur maður enga afsökun fyrir að koma sér ekki að verki.
Núna, tvem dögum seinna, er ég búin að strika yfir 5 hluti auk þess að hafa unnið í nokkrum verkefnum sem gleymdist að skrifa á listann. Aðal verkefnin núna eru að skrifa yfirlitisgrein með David. Það er frekar ógnvekjandi verkefni. Plús það sem fylgir því er að lesa 30 greinar, amk. Annað er að klára rannsóknir fyrir nature grein. Þriðja er að skrifa nature grein. Skrifa abstract fyrir ráðstefnu með GEOTRACES sem er alþjóðlegt samstarfsverkefni um snefilefni í sjó. Þetta er svona það helsta. Og að elda góðan mat fyrir okkur Óla.
En, eins og máltækið segir: Vinnan göfgar manninn. Best að láta hendur standa fram úr ermum. Láta ekki deigan síga. Njóta þess að vera til.
Ég fékk alveg hnút í magan þegar ég fór að gera to-do lista. Hann var geðveikt langur og aðallega með IMPORTANT og NOT URGENT. Það er að sjálfsögðu mikilvægasti ferningurinn. Svolítið yfirþyrmandi að hafa allt í þeim ferningi. Það jákvæða er að þá er maður greinilega búinn að koma sér vel fyrir með allskonar mikilvæg langtíma markmið og verkefni. Ekkert er því til fyrirstöðu að maður fari að vinna í þessum mikilvægu verkefnum. Á hinn bóginn hefur maður enga afsökun fyrir að koma sér ekki að verki.
Núna, tvem dögum seinna, er ég búin að strika yfir 5 hluti auk þess að hafa unnið í nokkrum verkefnum sem gleymdist að skrifa á listann. Aðal verkefnin núna eru að skrifa yfirlitisgrein með David. Það er frekar ógnvekjandi verkefni. Plús það sem fylgir því er að lesa 30 greinar, amk. Annað er að klára rannsóknir fyrir nature grein. Þriðja er að skrifa nature grein. Skrifa abstract fyrir ráðstefnu með GEOTRACES sem er alþjóðlegt samstarfsverkefni um snefilefni í sjó. Þetta er svona það helsta. Og að elda góðan mat fyrir okkur Óla.
En, eins og máltækið segir: Vinnan göfgar manninn. Best að láta hendur standa fram úr ermum. Láta ekki deigan síga. Njóta þess að vera til.
Comments:
<< Home
Það slæma við ,,to do" lista er að þeir verða yfirþyrmandi (langir)......Ég hef lengi velt fyrir mér hvernig er hægt að horfa á eitt atriði í einu.....sbr. eitt skref í einu.....en ekki alveg fundið út úr því.
Knús og gangi þér vel;
Begga
Skrifa ummæli
Knús og gangi þér vel;
Begga
<< Home