2.11.10

Yay

Þetta er það sem prófessorar segja ef þeim líst vel á doktorsritgerðina manns. Það er ekkert smá erfitt að klára doktorsritgerð en þegar því er lokið þá finnst manni eins og það hafi ekki verið neitt svo mikið mál.

Mamma og Orri komu til að gera smá úttekt á þessari uppákomu og virtust nokkuð sátt. Ég hélt dúndur fyrirlestur og svaraði flestum spurningum úr salnum ljómandi vel. Síðan fóru allir nema nefndin og hún hélt áfram að spyrja mig aðeins þangað til þeir gáfust upp og sögðu "þetta er frábært. Til hamingju dr. Tinna. Það er einróma yay".

Fyrst var kampavín í deildinni, síðan á 96. hæð með útsýni yfir alla Chicago og stanslaust partí og fínheit síðan þá. Þetta var alveg súper. Bætti upp fyrir svefnleysi, stress og makaleysi undanfarin ár.

Comments:
Yay segi ég líka! Til hamingju Tinna mín...eeeh sorrí dr. Tinna :)
Vala
 
Til hamingju dr. Tinna mín :) þú ert ekkert smá dugleg elskan..

kv Heiða
 
Til lukku!!! Þú átt svo sannarlega skilið mikið hrós, kampavín og stanslaust partý :)
Hlakka til að heyra details - heyrumst um helgina

Knús,
Sigurdís
 
Til hamingju elsku dr. Tinna!! :)
Knús, Ásta
 
Rakst hér inn af hálfgerri tilviljun og sá þessar splunkunýju gleðifréttir. Til hamingju doktor Tinna Jökulsdóttir. Mikið svakalega ertu búin að vera dugleg. Hvað tekur svo við hjá ykkur Óla?
 
Hjartanlega til hamingju elsku besta dr. Tinna! Knús frá okkur á Bakkastöðum :-)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?