18.2.10

Hringrás lífsins

Ég er heilluð af lífinu. Það er svo seigt. Maður fæðist og er krakki, síðan unglingur og ungfullorðingur. Síðan fer maður að eldast. Og ekki er það minna áhugavert. Það fyrsta sem ég tek eftir er að hendurnar mínar eru orðnar meira hrukkóttar. Það finnst mér ekki slæmt. Útreikningar mínir segja mér að í hverri hrukku sé eins og hálft gramm af visku.

Annars er allt í túrbó hjá mér þessa dagana. Aðal hafrannsóknaráðstefna Bandaríkjanna sem haldin er annað hvert ár byrjar núna á mánudaginn. Og ég verð með fyrirlestur og plaggat. Svaka spennandi. Plaggatið fjallar um gögn sem við söfnuðum síðasta sumar. Geggjað kúl gögn, enginn hefur áður gert þessar mælingar. Ný teoría að verða til. Ótrúlega spennandi. Fyrirlesturinn minn fjallar um agnir og hvað verður um þær í súrnandi sjó. Þetta verður svo skemmtilegt. Núna er bara að vona að keyrslurnar mínar sem eru í gangi heppnist vel.

Comments:
Gangi þér vel og góða skemmtun. Þegar þú talar um plakat þá dettur mér alltaf í hug eitthvað svona úr grunn- eða menntaskóla, klippt og límt dæmi. :) Finnst það eitthvað svo sjarmerandi skemmtilegt verkefni.
Ég veit samt alveg að þetta er aðeins meira professional hjá þér sko :)

Vala
 
Gangi þér vel elsku Tinna, þetta verður frábært hjá þér :-)
 
Takk takk stelpur minar.

En plakat er nakvaemlega eins og madur gerdi i menntaskola, nema i science klippir madur og limir i tolvunni adur en det hele er prentad og i stadin fyrir ad setja texta og myndir um uppgotvanir annarra setur madur texta og grof af manns eigin.

Sidan standa allir fyrir framan sitt plakat og bida eftir thvi ad einhver syni thvi ahuga.
 
ég man eftir froskaplakati sem var mjög flott!
kveðja asta
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?