20.6.09

Nýjir nágrannar...

Kominn er júní og það er tími útskrifta. Eins og Orri minn og Mæsa. Þau brautskráðust í dag af hjúkrunarfræðideild og lögfræðideild. Ég er mjög stolt systir. Hefði viljað komast í veisluna en mér var ekki boðið. Já ég er ekkert sár.

Allavegana. Hérna í Chicago er júní mánuðurinn þar sem maður flytur. Sennilega því það eru kaflaskipti í lífi fólks. Ég er til dæmis að fara að flytja. Ég er að vona að nýji kaflinn í mínu lífi heitir "síðasti kafli doktorsnámsins". En áður en ég flyt verð ég þess aðnjótandi að eignast nýja nágranna. Nýja nágranna í tvær vikur. Takke gud sko lov. Ég skil ekki hvert málið er með þessa nágranna, þau spila græjurnar í botni. Ha? Allan daginn meira og minna. Og hvað eru þau að spila? Popp. Rokk. Dægurlaga splopp. Ég botna nú bara ekkert í þessu. Hvernig meika þau þetta?

Comments:
Argh! Skil þig. Þau verða líklega afskaplega hissa og móðguð ef þú biður þau um að lækka. Fólk getur verið svo mikið fífl. Sjálf væri ég jafnvel til í að búa bara út í afdölum eða eitthvað bara til að fá frið frá svona böggi..
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?