28.6.09
Heimalagaður ostur
Ég er nú aðeins montin yfir því að búa til minn eigin ost. Hann er léttur og mildur, svolítið eins og ricotta nema gulri því mjólkin er gul af allri nýsprettunni. Það er djúpt en milt sveitabragð, ekki goatbutt heldur frekar nýslegið engi og kjarr. Fer einstaklega vel á valhnetubrauði með tómötum og arugula.
Í dag seldi ég næstum öll húsgögnin okkar og gaf allskonar dót. Eins og töpperver og hreinsilögur. Fegin var ég að losna við hreinsilöginn sem okkur var gefið þegar við fluttum til Ameríku. Það kom í ljós að ég nota ekki hreinsilögur. Og núna er ég meira að segja hætt að nota skó. Í bili. Því get ég tvímælalaust mælt með. Það er miklu þægilegra. Tásurnar eru sælari en nokkurn tíman áður.
Í dag seldi ég næstum öll húsgögnin okkar og gaf allskonar dót. Eins og töpperver og hreinsilögur. Fegin var ég að losna við hreinsilöginn sem okkur var gefið þegar við fluttum til Ameríku. Það kom í ljós að ég nota ekki hreinsilögur. Og núna er ég meira að segja hætt að nota skó. Í bili. Því get ég tvímælalaust mælt með. Það er miklu þægilegra. Tásurnar eru sælari en nokkurn tíman áður.
Comments:
<< Home
athyglisvert þetta með myndavélina Tinna...ætlarðu þá ekki að fara að hætta að nota tölvur og gemsa? getur ekki verið að þær græjur séu góðar eða hvað!?
Vala
nema þú hafir náttúrulega bara verið að grínast!
Vala
nema þú hafir náttúrulega bara verið að grínast!
Ha ha! Gaman að vera svo snar að manns æsku vinkonur fatta ekki þegar maður er að sprella. Myndavélin er í New York.. því miður. Ég nota alveg myndavél, tölvur, gemmsa, allt þetta dót. Er meira að segja að fá nýjan gemmsa á morgun! En það er yndislegt að vera á tánum. Því miður aðeins og fá tækifæri í nútímaþjóðfélagi sem goodera það.
Skrifa ummæli
<< Home