6.9.07
Framfarir
Það er ekki hægt að segja annað en að ég hafi náð framförum í abstrakt skilun. Skilaði í hádeginu, um 5 tímum fyrir skilafrest. Alveg stórgæsilegt.
Nýr repúblikani er kominn í forsetaleikinn. Hann er sjónvarpsstjarna. Sjónvarps-dómari. Allt er nú til í Ameríkunni. Fólk sem er með smágveigilegar deilur getur komið til hans og hann sker úr um hver sé í rétti. Ég heyrði þetta bara í útvarpinu í sturtunni í morgun. Hljómaði eins og mjög týpískur repúblikani. Á móti fóstureyðingum.
Annars er ekkert að gerast í Chicago. Ég veit eiginlega ekki afhverju ég er að blogga, það er frá engu að segja. Nema reyndar að Óli ætlar að elda gaspacho í kvöld. Jei!
Nýr repúblikani er kominn í forsetaleikinn. Hann er sjónvarpsstjarna. Sjónvarps-dómari. Allt er nú til í Ameríkunni. Fólk sem er með smágveigilegar deilur getur komið til hans og hann sker úr um hver sé í rétti. Ég heyrði þetta bara í útvarpinu í sturtunni í morgun. Hljómaði eins og mjög týpískur repúblikani. Á móti fóstureyðingum.
Annars er ekkert að gerast í Chicago. Ég veit eiginlega ekki afhverju ég er að blogga, það er frá engu að segja. Nema reyndar að Óli ætlar að elda gaspacho í kvöld. Jei!