8.11.06
Að skrifa ljóð
er ekkert mál
maður tekur bara sálina
og hellir
Misjafnt gengur mönnum
að tjá sig um tilfinningar,
ausa úr skálum spekúlasjóna
kallast við mann og annan
ég skil ekki þennan leik
sem lífið og tilveran er
hvað á maður að gera
og hver vinnur
Eru einhver lið
eða er maður einn á báti
er betra að vera góður
eða á maður að hjálpa til
Getur maður fengið stig
eða er þetta staðist/fallið
eru engar reglur
eða er búið að týna þeim?
er ekkert mál
maður tekur bara sálina
og hellir
Misjafnt gengur mönnum
að tjá sig um tilfinningar,
ausa úr skálum spekúlasjóna
kallast við mann og annan
ég skil ekki þennan leik
sem lífið og tilveran er
hvað á maður að gera
og hver vinnur
Eru einhver lið
eða er maður einn á báti
er betra að vera góður
eða á maður að hjálpa til
Getur maður fengið stig
eða er þetta staðist/fallið
eru engar reglur
eða er búið að týna þeim?