31.10.06

Hjónaskilnaður

Hjónabandið sem kom í kjölfar hjónavígslu þeirrar er við hjónin urðum vitni að daginn eftir 4 ára hjónabands afmæli okkar entist nákvæmlega jafn lengi og undirbúningsvinnan fyrir þá vígslu tók. Sem eru færri dagar en fjöldi gesta sem beðnir voru að vera viðstaddir athöfnina. Í dollurum talið eru þeir 200 sem hver dagur í hjónabandinu kostaði miðað við heildarkostnað athafnarinnar. Er ekki réttlætanlegt að eyða jafnhárri upphæð og hjónavígslan kostaði í hjónabandsmeðferð?

Comments:
Ég hefði haldið að fólk myndi líta í eigin barm þarna í USA þar sem helmingur hjónabanda enda með skilnaði.
En það eru eflaust stórveislurnar og athyglin sem fólk sækir í...
 
http://www.divorcemag.com/statistics/statsWorld.shtml

Íslendingar (39%) eru aðeins skárri en bandaríkjamenn (49%).
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?