24.11.05

Jólastemmning

Það er alveg ómögulegt að lesa blogg fólks sem býr í Danmörku. Það er bara svo hrikalega huggulegt hjá því. Það er í Tívolí að skoða jólasveina, fá æbleskiver og glögg eða fara yfir til Þýskalands á jólamarkaði. Hérna í Chicago er bara hlussustórt og ósmekklegt jólaskraut. Ég er að reyna að bæta úr þessu, appelsínu-krydd-te og piparkökur eru á boðstólnum hérna á skrifstofunni hans Óla. Óli var að flytja á nýja skrifstofu. Í henni koma allar pípur byggingarinnar saman í einhverskonar partí svo þar er svaka heitt og notalegt. Og með appelsínutei og piparkökum er ljómandi jólastemmning hérna.

Comments:
Í tilefni þess að jól eru á næsta leiti, þá sendi ég þér tölvupóst um daginn og spurði um heimilisfangið ykkar...
Viltu vera bestust og svara :o)
 
Ha! Ég fékk engan tölvupóst!
Heimilisfangið okkar er
5633 S. Kenwood Ave. #1B
Chicago, IL 60637
USA
 
Humm eitthvað þarf ég að kíkja á það. Ath. hvort ég sé með rétt mail og svona.
 
Hæ ja thad er endalaus "hygge" hjá okkur Dønunum ;) knús frá Heidu frænku
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?