31.5.21

Flutt til Íslands

 Við fluttum heim síðasta sumar.  Ég veit ekki útaf hverju, en ég gat ekki bloggað.  Stundum getur maður það bara ekki.  En þetta er búið að vera yndislegur tími.  Eftir  sóttkví bjuggum við hjá mömmu.  Börnin fóru á námskeið, Ásta fór í leikskóla og við Óli að vinna í fjarvinnunum okkar.  Síðan fór brúnin á Fauci að þyngjast, okkur hætti að lítast á blikuna og tókum, loksins, þessa stóru ákvörðun.  Þá hófst heljarmikið kapphlaup að skoða íbúðir og pæla í hverfum og skólum. 

Mamma var búin að selja sína íbúð svo við þurftum öll að flytja um miðjan ágúst.  Hún fékk inni hjá Oddi bróður sínum og við fengum íbúð í Lindahverfinu í Kópavoginum. Á einni viku fluttum við í Kópavoginn, fundum við stórkostlega íbúð í Hlíðunum, ég dreif mig til Chicago að pakka niður búslóðinni okkar og segja skilið við Chicago íbúðina og stelpurnar byrjuðu í skóla á Íslandi.  Þetta var smá þeytingur.  Sem betur fer var "heimkomusóttkví" á þessum tíma en ekki einangrunar/sumarbústaða sóttkví svo þetta púslaðist akkúrat saman.

Ég keypti mér líka bíl, lauf - bláa skýjið - ásamt mjög langri framlengingarsnúru sem ég stakk innum eldhúsgluggann í Galtalindinni og gat þannig ferjað börnin milli bæjarhluta með betri samvisku.  Við fengum afhent í lok sept og fórum strax í það að fá mannskap til að mála og græja.  Ester mætti með kúbein og við rifum niður einn vegg.  Síðan fluttum við inn í lok október, fengum gáminn nokkrum vikum seinna og erum enn að taka uppúr kössum.

Við brugðum undir okkur betri fætinum um síðustu helgi.  Fórum í Vík í Mýrdal.  Skoðuðum Skógafoss, Reynisfjöru og Dyrhólaey.  Langþráður draumur frumburðarinns rættist þegar þessi í eldri kantinum skutluðu sér yfir gil í aparólu.









Comments:
Svo gott að vera búin að fá ykkur heim:)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?