25.5.20

Sóttkví

Við erum komin til landsins og erum í sóttkví.  Það er yndislegt.  Við erum í Hvíld í Grímsnesinu og það er sko réttnefni.  Hér líður okkur ekkert smá vel.  Það fer svo vel um okkur og kofinn var svo vel útbúinn leikföngum og hér var allt fullt af  dýrindis mat og allt í fyrsta flokki.

Við erum búin að labba umhverfis Kerið, upp á Seyðishóla og Kögunarhól og fara í óvissuferð um kubbaberg sem er hérna í nágrenninu.  Þetta er búið að vera sannkallað ævintýri.










Þó svo ég hafi ekki verið efins þá er ekki laust við að föðurlandsástin magnast þegar geysar heimsfaraldur.  Okkur finnst allavega veðrið svo gott.  Jafnvel þegar rignir er indælt.  Skýjafarið er líka svo fallegt.  Börnin una sér vel að drullumalla og vera í mömmuleik og kubba og teikna og gera allt það sem þau gera.  Ég er alsæl í uppvaskinu og eldamennskunni, tala nú ekki um þegar ég kemst í garðvinnuna.  Við erum líka búnar að fara með skófluna og ráðast á lúpínuna - allir hjálpa mömmu í því brjálæði. 

This page is powered by Blogger. Isn't yours?