25.5.20
Sóttkví
Við erum komin til landsins og erum í sóttkví. Það er yndislegt. Við erum í Hvíld í Grímsnesinu og það er sko réttnefni. Hér líður okkur ekkert smá vel. Það fer svo vel um okkur og kofinn var svo vel útbúinn leikföngum og hér var allt fullt af dýrindis mat og allt í fyrsta flokki.
Við erum búin að labba umhverfis Kerið, upp á Seyðishóla og Kögunarhól og fara í óvissuferð um kubbaberg sem er hérna í nágrenninu. Þetta er búið að vera sannkallað ævintýri.
Þó svo ég hafi ekki verið efins þá er ekki laust við að föðurlandsástin magnast þegar geysar heimsfaraldur. Okkur finnst allavega veðrið svo gott. Jafnvel þegar rignir er indælt. Skýjafarið er líka svo fallegt. Börnin una sér vel að drullumalla og vera í mömmuleik og kubba og teikna og gera allt það sem þau gera. Ég er alsæl í uppvaskinu og eldamennskunni, tala nú ekki um þegar ég kemst í garðvinnuna. Við erum líka búnar að fara með skófluna og ráðast á lúpínuna - allir hjálpa mömmu í því brjálæði.
2.5.20
Milestones
Það er ekkert betra í heiminum en þegar börnin ná nýju milestone. Hjá okkur er það helst að frétta að allir nota núna fullorðins gaffal. Ásta tilkynnti okkur það að þar sem hún er fjögura ára þá geti hún ekki lengur notað barna gaffal. Í sömu mund byrjaði Sólveig líka að nota fullorðins gaffal.
Ekki nóg með þetta heldur erum við fjölskyldan að teygja úr okkur í picnic í Humbolt park í dag og börnin að klifra í tré þegar mér dettur í hug að smella nokkrum myndum af þeim öllum saman upp í tré. Þá heyrist í Ástu "ekki senda nokkrum manni þess mynd af mér!" Sem þýðir að hún er orðin self concious sem er klárlega þroskamerki.
Í gær fórum við í hjólatúr um hverfið enn einu sinni og datt í hug að taka myndir af listinni sem varð á vegi okkar. Svona vegg myndir eru oft svo skemmtilegar. Þessi hundur er reyndar í garðinum okkar en við höfðum aldrei tekið mynd af honum fyrr svo þetta var gott tækifæri.
Ekki nóg með þetta heldur erum við fjölskyldan að teygja úr okkur í picnic í Humbolt park í dag og börnin að klifra í tré þegar mér dettur í hug að smella nokkrum myndum af þeim öllum saman upp í tré. Þá heyrist í Ástu "ekki senda nokkrum manni þess mynd af mér!" Sem þýðir að hún er orðin self concious sem er klárlega þroskamerki.
Í gær fórum við í hjólatúr um hverfið enn einu sinni og datt í hug að taka myndir af listinni sem varð á vegi okkar. Svona vegg myndir eru oft svo skemmtilegar. Þessi hundur er reyndar í garðinum okkar en við höfðum aldrei tekið mynd af honum fyrr svo þetta var gott tækifæri.