20.4.20
"Súkkulaði er matur"
Fylkisstjóri Pritzker tilkynnti á föstudaginn að það verði ekki skóli það sem af er þessu skólaári. Þetta fannst mér svo leiðinlegt að heyra. Ég er aðeins búin að jafna mig núna (mánudagur) en samt, ennþá svolítið leið. Við erum öll að verða nokkuð þreytt á þessu ástandi. Börnin standa sig svaka vel en þau eru aðeins leið að geta ekki farið í skólann og hitt vini sína.
Við drifum okkur næstum því út fyrir borgina um helgina. Fórum í skóginn umhverfis Argonne National Laboratory. Það var svaka indælt. Hlýtt og notalegt. Fórum útfyrir stíginn og lékum okkur í skóginum. Þetta var mjög hressandi. Við höfum ekki farið mikið í þessari einangrun. Aðallega bara hjólatúra um hverfið og göngutúra. Síðan lékum við svolítið Mice and Mystics sem stelpunum, öllum nema Ástu, finnst svaka spennandi. Hlutverkaspil í boði pabba.
Ein af mömmunni líka. Páskaeggin komu fyrir páska. Reyndar var bara eitt heilt. Ásta litla beibi fékk það. Hún borðaði allt nammið innan úr því og síðan var hún að reyna að betla nammi af okkur hinum og ég segi eithvað svona hvort hún vilji ekki bara borða páskaeggið sitt. Hún er eitt spurningamerki á svipinn, ha? "Súkkulaði er matur" as in "ekki nammi". Okkur fannst þetta nú aðeins fyndið.
Annars er ekki mikið að frétta. Heimaskólinn gengur ágætlega en ég er ekki mikið að stressa mig á þessu. Þær eru voða mikið í einhverjum mömmu leikjum og hundaleikjum og blómálfaleikjum. Edda á aðra fjölskyldu sem eru öll blómálfar og heldur okkur vel upplýstum um þeirra hagi og hvað er svona helst uppi á teningnum hjá þeim öllum. Kennarinn hennar Sólveigar kom í smá heimsókn í dag að skila inniskóm og fleira dóti. Sólveig var svo glöð að sjá hana. Þetta var mjög indælt.
Við drifum okkur næstum því út fyrir borgina um helgina. Fórum í skóginn umhverfis Argonne National Laboratory. Það var svaka indælt. Hlýtt og notalegt. Fórum útfyrir stíginn og lékum okkur í skóginum. Þetta var mjög hressandi. Við höfum ekki farið mikið í þessari einangrun. Aðallega bara hjólatúra um hverfið og göngutúra. Síðan lékum við svolítið Mice and Mystics sem stelpunum, öllum nema Ástu, finnst svaka spennandi. Hlutverkaspil í boði pabba.
Ein af mömmunni líka. Páskaeggin komu fyrir páska. Reyndar var bara eitt heilt. Ásta litla beibi fékk það. Hún borðaði allt nammið innan úr því og síðan var hún að reyna að betla nammi af okkur hinum og ég segi eithvað svona hvort hún vilji ekki bara borða páskaeggið sitt. Hún er eitt spurningamerki á svipinn, ha? "Súkkulaði er matur" as in "ekki nammi". Okkur fannst þetta nú aðeins fyndið.
Annars er ekki mikið að frétta. Heimaskólinn gengur ágætlega en ég er ekki mikið að stressa mig á þessu. Þær eru voða mikið í einhverjum mömmu leikjum og hundaleikjum og blómálfaleikjum. Edda á aðra fjölskyldu sem eru öll blómálfar og heldur okkur vel upplýstum um þeirra hagi og hvað er svona helst uppi á teningnum hjá þeim öllum. Kennarinn hennar Sólveigar kom í smá heimsókn í dag að skila inniskóm og fleira dóti. Sólveig var svo glöð að sjá hana. Þetta var mjög indælt.
Comments:
<< Home
Yndislegt:) Ekki með skólann auðvitað. Já, við erum öll farin að finna fyrir smá leiða yfir ástandinu. Að geta ekki bara lifað eðlilegu lífi...
En... this too shall pass. Það er bara þannig.
Knús til þín og þinna Tinna mín:)
Skrifa ummæli
En... this too shall pass. Það er bara þannig.
Knús til þín og þinna Tinna mín:)
<< Home