3.4.20

Þessi vika leið á hálftíma

Þegar allir dagar eru eins man maður ekki stundinni lengur hvað gerðist í dag eða gær.  Við erum með svona system þar sem hver fjölskyldumeðlimur fær að ráða hvað er í matinn einu sinni í viku: mamma mánudagar, pabbi þriðjudagar, svo Edda, Ásta og Sólveig.  Sólveig lysti því strax yfir að hún vildi hafa kínverskan mat.  Mér fannst það aðeins undarlegt því ég elda aldrei kínverskan mat og man ekki til þess að við höfum farið með þau á kínverskan veitingastað.  En þá kom í ljós að hún hafði heyrt að dumplings væru kínverskir og hún elskar dumpling svo þá ákváðum við bara að hafa dumplings.  Nema hvað, ég hafði ekki áttað mig á því að dætur mínar eru natural dumpling meistarar.  Við vippuðum þessu upp eins og ekkert væri og afraksturinn var svo delicious að við hámuðum allt í okkur án þess að leggja á borð diska.







This page is powered by Blogger. Isn't yours?