20.4.20

"Súkkulaði er matur"

Fylkisstjóri Pritzker tilkynnti á föstudaginn að það verði ekki skóli það sem af er þessu skólaári.  Þetta fannst mér svo leiðinlegt að heyra.  Ég er aðeins búin að jafna mig núna (mánudagur) en samt, ennþá svolítið leið.  Við erum öll að verða nokkuð þreytt á þessu ástandi.  Börnin standa sig svaka vel en þau eru aðeins leið að geta ekki farið í skólann og hitt vini sína.

Við drifum okkur næstum því út fyrir borgina um helgina.  Fórum í skóginn umhverfis Argonne National Laboratory.  Það var svaka indælt.  Hlýtt og notalegt.  Fórum útfyrir stíginn og lékum okkur í skóginum.  Þetta var mjög hressandi.  Við höfum ekki farið mikið í þessari einangrun.  Aðallega bara hjólatúra um hverfið og göngutúra.  Síðan lékum við svolítið Mice and Mystics sem stelpunum, öllum nema Ástu, finnst svaka spennandi.  Hlutverkaspil í boði pabba.





Ein af mömmunni líka.  Páskaeggin komu fyrir páska.  Reyndar var bara eitt heilt.  Ásta litla beibi fékk það.  Hún borðaði allt nammið innan úr því og síðan var hún að reyna að betla nammi af okkur hinum og ég segi eithvað svona hvort hún vilji ekki bara borða páskaeggið sitt.  Hún er eitt spurningamerki á svipinn, ha?  "Súkkulaði er matur" as in "ekki nammi".  Okkur fannst þetta nú aðeins fyndið. 

Annars er ekki mikið að frétta.  Heimaskólinn gengur ágætlega en ég er ekki mikið að stressa mig á þessu.  Þær eru voða mikið í einhverjum mömmu leikjum og hundaleikjum og blómálfaleikjum.  Edda á aðra fjölskyldu sem eru öll blómálfar og heldur okkur vel upplýstum um þeirra hagi og hvað er svona helst uppi á teningnum hjá þeim öllum.   Kennarinn hennar Sólveigar kom í smá heimsókn í dag að skila inniskóm og fleira dóti.  Sólveig var svo glöð að sjá hana.  Þetta var mjög indælt. 



3.4.20

Þessi vika leið á hálftíma

Þegar allir dagar eru eins man maður ekki stundinni lengur hvað gerðist í dag eða gær.  Við erum með svona system þar sem hver fjölskyldumeðlimur fær að ráða hvað er í matinn einu sinni í viku: mamma mánudagar, pabbi þriðjudagar, svo Edda, Ásta og Sólveig.  Sólveig lysti því strax yfir að hún vildi hafa kínverskan mat.  Mér fannst það aðeins undarlegt því ég elda aldrei kínverskan mat og man ekki til þess að við höfum farið með þau á kínverskan veitingastað.  En þá kom í ljós að hún hafði heyrt að dumplings væru kínverskir og hún elskar dumpling svo þá ákváðum við bara að hafa dumplings.  Nema hvað, ég hafði ekki áttað mig á því að dætur mínar eru natural dumpling meistarar.  Við vippuðum þessu upp eins og ekkert væri og afraksturinn var svo delicious að við hámuðum allt í okkur án þess að leggja á borð diska.







This page is powered by Blogger. Isn't yours?