20.3.20
Rússibani
Við hjónin fórum í svaka rússibana í dag þegar sú spurning kom upp hvort við ættum að flýja heim í öryggið og yfirvegunina. Aðal áhyggjuefni okkar er hvað gerum við ef við bæði leggjumst inn á sjúkrahús, hvað gerum við þá við börnin okkar. Manni finnst varla að maður geti beðið fólk að taka við smituðum börnum, sérstaklega ekki vinum á ónæmisbælandi lyfjum eða með astma. Við erum heppin að eiga góða að og eftir að talað við alla sem mér datt í hug var niðurstaðan að við myndum vera hér.
Dagurinn í dag fór meira og minna í þetta. Við vorum líka duglegar að taka til og svoleiðis, stelpurnar léku sér heilmikið og við spiluðum. Hitastigið var við frostmark og við lögðum ekkert í það að fara út. Horfðum á Mary Poppins 2 og borðuðum svaka fína kjötsúpu í kvöldmat. Við Óli duttum í lukkupottinn og opnuðum Chateauneuf du pape flösku sem okkur hafði áskotnast.
Gail sendi okkur kökur og krem og stelpurnar skreyttu kökurnar sínar.
Dagurinn í dag fór meira og minna í þetta. Við vorum líka duglegar að taka til og svoleiðis, stelpurnar léku sér heilmikið og við spiluðum. Hitastigið var við frostmark og við lögðum ekkert í það að fara út. Horfðum á Mary Poppins 2 og borðuðum svaka fína kjötsúpu í kvöldmat. Við Óli duttum í lukkupottinn og opnuðum Chateauneuf du pape flösku sem okkur hafði áskotnast.
Gail sendi okkur kökur og krem og stelpurnar skreyttu kökurnar sínar.
Comments:
<< Home
Besta vín sem ég hef smakkað í langan tíma. Svaka mjúk tannín og blómlegt. Hugsuðum til ykkar meðan við nutum þess. Og af og til almennt 🥰😀
Skrifa ummæli
<< Home