19.3.20
Dagur 3 i heimaskóla
Ég er þakklátari en orð fá lýst yfir kennurunum okkar hérna. Þau útbjuggu svo góðan undirbúningspakka fyrir krakkana. Edda er með stundaskrá og fyrir hvern tíma á hverjum degi er hún með fyrirmæli um hvað á að gera. Hún er með lestrarefni með spurningum annan hvern dag. Sumt er eins á hverjum degi eins og skrift. Í stærðfræði er hún að vinna verkefni sem hún kemst aðeins áfram í daglega. Hún á að taka myndir af fylkjum og skrifa sögu um þau.
Þessi dagur var ljómandi góður. Við vorum öll heima og nutum þess í botn. Það var hlýtt en rigndi og stelpurnar fóru allar út í pollafötum í fimleika æfingu þar sem fimleikarnir eru líka búnir að loka. Sólveig gerði íslensku verkefni og Ásta málaði nokkrar myndir. Eina af blómi, tvær af snjallsíma og eina af flippi-síma. Ég næ ekki að vinna neitt í vinnunni sem ég fæ borgað fyrir þegar ég er að vinna sem heimaskólakennari svo það er svona það sem ég þarf að spá í. Sérstaklega í ljósi þess að borgarstjórinn gaf út yfirlýsingu í dag um að skólinn myndi byrja þriðjudaginn 21. apríl. Hú ha.
Fjölskyldan að spila Lion King spilið.
Gail bakaði Totoro köku fyrir Sólveigu.
Stelpurnar fengu að fljúga vélinni og ýta á alla takka sem endaði með því að viðvörunarkerfið fór í gang og tölvan sagði Can not take off - can not take off.
T.d. 24 smákökur á plötu - í dag bökuðum við smákökur. Við settum 4 raðir með 6 kökum í hverri röð. Um leið og þær komu úr ofninum borðuðum við helminginn, þá áttum við 12 kökur eftir.Ég er svo imponeruð yfir þessu öllu, ég trúi því varla að grunnskóli getur verið svona frábær.
Þessi dagur var ljómandi góður. Við vorum öll heima og nutum þess í botn. Það var hlýtt en rigndi og stelpurnar fóru allar út í pollafötum í fimleika æfingu þar sem fimleikarnir eru líka búnir að loka. Sólveig gerði íslensku verkefni og Ásta málaði nokkrar myndir. Eina af blómi, tvær af snjallsíma og eina af flippi-síma. Ég næ ekki að vinna neitt í vinnunni sem ég fæ borgað fyrir þegar ég er að vinna sem heimaskólakennari svo það er svona það sem ég þarf að spá í. Sérstaklega í ljósi þess að borgarstjórinn gaf út yfirlýsingu í dag um að skólinn myndi byrja þriðjudaginn 21. apríl. Hú ha.
Fjölskyldan að spila Lion King spilið.
Gail bakaði Totoro köku fyrir Sólveigu.
Stelpurnar fengu að fljúga vélinni og ýta á alla takka sem endaði með því að viðvörunarkerfið fór í gang og tölvan sagði Can not take off - can not take off.