30.10.19
Kennaraverkfall
Það kom að því að kennarar í Chicago færu í verkfall. Þeirra kjör og starfsumhverfi hafa farið hnignandi í áratugi og ég styð þá heilshugar þó ég sakni þess heilmikið að börnin fari í skólann. Það er ekki annað í stöðunni að taka stóísismann á þetta og njóta þess að leira og mála og fara út á róló. Ég er eitthvað að reyna að vinna en ég er svo léleg að skrifa grein að það er ekkert smá. Hú ha.
Við fórum í Halloween partý á sunnudaginn og vorum *lang* flottasta parið. Ég hafði farið búða á milli að leita að allskonar dóti og endaði sem bilaðslega glæsileg góða nornin úr norðri. Edda var Dórótea og Sólveig og Ásta voru ballerínur. Ásta átti að vera pumpkin og ég var búin að kaupa geggjuð sæt pumpkin föt sem hún var algjör pumpkin í en barnið er ekki lengur viljalaus dúkka og því varð úr að hún fór í allskonar bleikt og var ballerínu prinsessa.
Við fórum í Halloween partý á sunnudaginn og vorum *lang* flottasta parið. Ég hafði farið búða á milli að leita að allskonar dóti og endaði sem bilaðslega glæsileg góða nornin úr norðri. Edda var Dórótea og Sólveig og Ásta voru ballerínur. Ásta átti að vera pumpkin og ég var búin að kaupa geggjuð sæt pumpkin föt sem hún var algjör pumpkin í en barnið er ekki lengur viljalaus dúkka og því varð úr að hún fór í allskonar bleikt og var ballerínu prinsessa.
Comments:
<< Home
Úff,kennaraverkfall. Eitthvað sem þarf að lifa af. Ekki gott fyrir börnin og ekki gott foreldrana. Vona að þetta leysist fljótt. Þú gerir gott úr þessu öllu eins og þér er svo vel lagið. Trúi vel að þú hafir verið flottust í hrekkjavökupartýinu. Það var voða gaman hérna í gær á halloween. Knús á þig elskuleg:)
Þetta er sko ég Svava, var bara ekki skráð inn;) Það vantar orð þarna einhvers staðar; "ekki gott FYRIR foreldrana" átti þetta að vera..
Skrifa ummæli
<< Home