4.10.19

Frelsið er yndislegt

Mér finnst börnin mín svo yndisleg.

Á leiðinni í skólann, þegar við erum búnar að setja Eddu og Sólveigu í Pulaski, erum við Ásta að spjalla og hún segir "Mamma, í hvaða skóla er ég núna að fara?"  (Eins og hún sé ekki búin að fara í sama skóla í meira en hálfa ævina)  "Þú ert að fara í New Einstein elskan"  "Óóóhhh! Það er frábært, ég elska New Einstein".

Og Edda í þann mund sem hún sofnaði:  Mér þykir svo vænt um Sólveigu, hún er svo góð við mig, hún hjálpar mér í svo mörgu, hún hjálpar mér að læra, ég er svo þakklát fyrir að eiga Sólveigu í lífinu mínu.

Þessar litlu dúllur.

Stórfréttir dagsins koma úr fjölskyldu-heimsókn, mánaðarlegur viðburður í bekknum hjá Eddu, þar sem hún sýnir manni hvað hún er að gera í skólanum og hvernig allt gengur fyrir sig.  Allir áttu að skrifa heimildaritgerð um eitthvað hugðarefni og Edda valdi Ísland.  Hún er með fjóra kafla: landslag, eldjöll, veðurfar og vatn.  Allt góðir kaflar en veðurfars kaflinn bar af.  Hann byrjar bara rólega þar sem hún er að lýsa veðrinu: kalt á sumrin, kalt á veturna.  Síðan kemur (orðað eins og ég man það):
Árið 2019 var frábrugðið.  Veðurfar breyttist.  Hlýnun átti sér stað.  Koldíoxíð sem fólk gusar í andrúmsloftið hleypir varmanum ekki út og það verður heitara.
 Litla stýrið.  Og núna man ég að hún er búin að vera að spyrja mig útí þessi mál en ég hafði ekki áttað mig á því að hún væri að gera research fyrir grein sem hún var að skrifa.   Ég er svo stolt ég er að springa.

Annað er það í fréttum (já ég er byrjuð að lesa fréttir aftur - en meira meðvitað, aðeins á afmörkuðum tíma dags.)  Bandaríkin eru að detta á hliðina.  Mér finnst svo ótrúlegt að upplifa það hvernig lýðræðið getur svona molast í sundur.  Bandaríkin sem er fæðingastaður lýðræðis.. fyrir utan Ísland náttúrulega.  Öfgarnar eru orðnar svo miklar.  Ef maður hugsar um Obama og núverandi forseta.  Besti og versti.  Og þessi árás á sannleikann.   Það er svo ótrúlegt að þetta skuli í raun og veru vera að gerast.

Comments:
Þær eru svo flottar þessar elskur! Ljósálfar með rannsóknargen og fullt af ást handa heiminum :)
Bjos,
Silla
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?