16.10.19

Fjölskyldan nýtur lífsins

Við erum heppin fjölskylda að vera öll við góða heilsu.  Af og til er maður minntur á að það er ekki sjálfgefið. Við erum þakklát fyrir það og njótum þess með því að taka þátt í því sem borgin hefur upp á að bjóða.  Um þessa helgi var fjölskyldudagur í nýlistasafninu, MCA, sem var stórkostlegt.  Við fórum í hermi-dans með dönsurum og Sólveig fékk að leiða hópinn.  Edda skrifaði gagnvirka sögu og þær bjuggu til litrík og formföst listaverk.  Síðan skoðuðum við allskonar framtíðarsýnir og nútíðarsýnir.  Æðislega skemmtilegt.



 

Í gær var frídagur í skólanum og Edda fór á fimleikanámskeið, Ásta í leikskólann en við Sólveig fórum niður í bæ í Art Institute.  Ég vildi endilega að við Sólveig gerðum þetta saman því við Edda fórum einmitt saman í svona ferð fyrir tvem árum. Meðan við biðum eftir því að safnið opnaði fórum við á kaffihús og spjölluðum við Spánverja sem komu hingað til að hlaupa í maraþoninu, löbbuðum í gegnum Millenium Park og spegluðum okkur í bauninni.  Á art institute sáum við vatnaliljurnar og heystakkana hans Monet, styttur af Búdda og vorum heillengi á fræðslusetrinu.  Eftir safnið hittum við pabba í hádegismat og fengum að kíkja á skrifstofuna til hans þar sem Óli galdraði fram tyggjó.  Það sló heldur betur í mark því þegar Edda spurði hana hvað hún hefði verið að gera allan daginn þá var svarið "við hittum pabba og ég fékk tyggjó!"




This page is powered by Blogger. Isn't yours?