4.9.19

Skólastelpur

Fyrsti dagurinn í skólanum var í gær.  Sólveig byrjaði í Kindergarten og Edda í 2. grade.  Alveg geggjað.  Ég fylgdi Sólveigu í stofuna og við fundum borðið sem hún á að sitja á.  Mrs. Mangelsdorf sagði nokkur orð og svo fóru foreldrarnir.  Sólveig var mjög ánægð með þetta allt saman.  Edda er algjöran þrumu kennara, búin að kenna í Harlem og Brooklyn síðan í Skinner West sem þykir besti skólinn í bænum.  Eddu leist vel á hana og ég held að þetta verði frábært ár.



Sjálf er ég að skrifa grein.  Það er nú ekkert mikið meira um það að segja.  Mér finnst það þrusuerfitt.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?