3.8.19
Draumfarir
Ásta litla er með svo miklar draumfarir þessa dagana. Hún vaknar upp um miðjar nætur vegna þess að það er björn eða skrímsli eða snákur að bíta hana. Þegar hún vaknar á morgnanna þá eru mestu martraðirnar yfirstaðnar en eitthvað svekkelsi komið í staðin. Í morgun hafði kona gefið henni peninga og hún verið með þá í hendinni, ætlað að setja þá í vasann en sínan voru þeir horfnir. Einn morguninn var það sleikjó og annan boltinn hennar sem tapaðist. Þetta er svo raunverulegt fyrir henni.
Annars er yndislegt að vera á Íslandi. Þetta er náttúrulega algjört draumaland. Algjör paradís. Núna þegar hamfarahlýnun er í fullum gangi og sól og blíð og hiti upp á hvern dag. Sjórinn við Íslandsstrendur eru 15 gráður.
Annars er yndislegt að vera á Íslandi. Þetta er náttúrulega algjört draumaland. Algjör paradís. Núna þegar hamfarahlýnun er í fullum gangi og sól og blíð og hiti upp á hvern dag. Sjórinn við Íslandsstrendur eru 15 gráður.