22.8.19

Hætt að lesa fréttir

En það eru nýjustu fréttir af mér.  Ég var orðin svo þunglynd á því að vera svona á kafi í nyt að ég ákvað að prófa að sleppa því lesa fréttir.  Svo núna hef ég ekkert að gera í símanum.  Verð að segja að mér líður mikið betur.  Ég hlusta reyndar svolítið á the Moth of This American Life en það er nú varla "að vera í símanum" þar sem maður horfir nú ekki á skjáinn meðan maður hlustar.

Ég fékk svaka sálar-jet lag þegar við komum aftur til Chicago.  Ég þurfti að hringja mig inn veika í vinnuna alla vikuna og er rétt að jafna mig núna, tæpum tvem vikum seinna.  Mér finnst þetta vera svo óeðlilegt fyrir sálina manns að fara svona úr einum heim í annan á nokkrum klukkutímum.  Það er erfitt að skipta svona um fólk sem maður umgengst, tungumál sem maður talar, hugmyndum sem samfélagið er upptekið af og svona ýmsu á svona stuttum tíma.

En þetta verður svo afslappandi helgi það verður æðislegt að komast út fyrir bæjinn.  Stelpurnar eru svaka spenntar.  Þessa vikuna eru litlu í leikskólanum, saman á deild og Edda er í girls empowerment camp.  Henni finnst það ljómandi skemmtilegt.  Það eru bara stelpur og þær fara í sund, lita og föndra, læra aðeins að kóða og syngja held ég líka.  Ekkert smá flott.  Þetta er námskeið á vegum Chicago borgar og er í félagsheimlinu sem er bara í götunni okkar.  Mjög þægilegt.

Ég er af meiri alvöru hætt að kaupa nýja hluti.  Mér finnst það sé nóg af hlutum til í heiminum í dag og þó svo mér hafi alveg fundist þetta í áratugi og keypt mikið notað í gegnum tíðina, húsgögn, eldhúsáhöld, föt og allt mögulegt, þá er ég núna að passa mig mjög mikið.  Þetta er mjög skemmtilegt.  Sem komið er. Er einmitt núna að veðja á myllu frá 1967 til að mala korn og er svaka spennt að sjá hvernig þetta fer. Sýnist ekki að það sé mikil samkeppni um þessar myllur en það er sennilega vegna þess að fólk veit ekki hvernig það er að baka brauð úr nýmöluðu hveiti.  Ég veit það að vísu ekki sjálf en ég get ekki beðið eftir því að komast að því.

Óli minn lifði af einsetuna og er  vonum ánægður með að hafa endurheimt kvenfólkið.  Það eru allir voða ánægðir þó svo að stelpunum finnst þetta einum of með vinnutímann hjá pabba sínum.  Þær eru yfirleitt sofnaðar þegar hann kemur heim úr vinnunni.  Já já, allt við ljúfa löð hérna í Chi.



Ég er nú ekki sú duglegasta að taka myndir en hérna erum við aðeins að slappa af á leiðinni heim úr leikskólanum og síðan er Ásta að sýna pabba sínum einhverja hruflu á hnénu.


3.8.19

Draumfarir

Ásta litla er með svo miklar draumfarir þessa dagana.  Hún vaknar upp um miðjar nætur vegna þess að það er björn eða skrímsli eða snákur að bíta hana.  Þegar hún vaknar á morgnanna þá eru mestu martraðirnar yfirstaðnar en eitthvað svekkelsi komið í staðin.  Í morgun hafði kona gefið henni peninga og hún verið með þá í hendinni, ætlað að setja þá í vasann en sínan voru þeir horfnir.  Einn morguninn var það sleikjó og annan boltinn hennar sem tapaðist.  Þetta er svo raunverulegt fyrir henni.

Annars er yndislegt að vera á Íslandi.  Þetta er náttúrulega algjört draumaland.  Algjör paradís.  Núna þegar hamfarahlýnun er í fullum gangi og sól og blíð og hiti upp á hvern dag.  Sjórinn við Íslandsstrendur eru 15 gráður.







This page is powered by Blogger. Isn't yours?