11.7.19

Komin til landsins

Við mæðgurnar erum lentar á fósturjörðinni og það er náttúrulega bara algjör himnasæla.  Við elskum það.  Höfum það alveg æðislega gott.  Ömmur og afi stjana við okkur.  Hildur barnapía leikur sér að því að passa þessa ærslabelgi og ég er komin með skrifstofu í Grafarvoginum.  Betra gæti lífið ekki orðið.  Nema við söknum pabba svolítið og Ásta saknar litla beibi-rúmsins síns.

Í gær heimsóttum við Ella og Írisi í nýja húsið í Mosfellsbænum og á leiðinni heim erum við að tala um lúpínuna.  Edda er ekki alveg viss hvað sér eigi að finnast um hana.  Hún er ekki alveg sátt við yfirgengnina í heinni og ég segi svona að hún sé pest.  Þá byrjar kór af "hvað er pest?", "mamma mamma, hvað er pest???".  Ég tala eitthvað um mýs og lýs.  Síðan eftir smá heyrist í Eddu "eins og fólk... er fólk pest?"  Þó svo hún sé eins og snýtt útúr nefinu á Óla þá er hún alveg greinilega dóttir móður sinnar.

Íslenskan er öll að koma hjá dömunum.  Ásta er meira að segja öll að koma til - Pítosh er búið að breitast í Ásjað.  Edda er búin að eignast vinkonur í sundi og reiðnámskeiðinu og henni hefur farið mest fram.  Sólveig er dugleg að dobbla frænkur sínar að spila bandarísk popplög en það örlar fyrir einhverjum framförum þrátt fyrir það.





Comments:
Frábært:) velkomin heim, mín kæra! Hlakka til að hitta þig
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?