7.6.19

Útilegur og almennt update

Nú er ég ánægð með okkur. Rétt vika búin af júní og við erum að fara í aðra útileguna.  Um Memorial Day Weekend fórum við alla leið til Kentucky, hittum vini og tjölduðum með þeim á frábæru KOA tjaldstæði.  Við kynntumst KOA í húsbílaferðinni og það er svo mikið lúxus tjaldstæði að það er ekki uppvöskunar aðstæða.  En það er trampólín og sundlaug og horse shoe völlur og ýmislegt fleira.  Það er svo yndislegt að sofa í tjaldi.  Skríða bara beint út á gras þegar maður vaknar, börnin með leikfélaga og mega valsa eins og þau lystir.

Núna erum við að fara á nektarnýlenduna og það verður örugglega yndislegt nema það á líka að rigna á sunnudaginn.  Það rigndi aðeins á okkur í Kentucky en núna eigum við orðið svo þroskuð börn að við gátum bara skellt okkur öll í bíó meðan skúrinn gekk yfir.

Það er allt að gerast í þroska og uppvexti hjá okkur.  Sólveig útskrifaðist í gær úr leikskóla.  Hún var nú meiri dúllan.  Hún var svolítið feimin en stóð sig voða vel.  Hún átti að segja hvers hún myndi sakna frá New Einstein og hvers hún var að hlakka til í kindergarten.   Hún sagðist myndi sakna vina sinna og síðan mundi hún ekki alveg hvað hún hlakkaði til og það var alveg þögn og hún klóraði sér svolítið í hnénu og síðan var eitthvað foreldri alveg í mínus og vildi fara að klappa en þá mundi hún að hún hlakkar til að læra að skrifa.

Edda stóð sig svaka vel í fyrsta bekk.  Hún les á við þriðja bekkjar nemanda og var hæst í stærðfræði.  Algjört undrabarn.  Við Óli fengum bréf frá kennaranum og var létt heilmikið þegar við sáum að það voru bara happy news.

Ásta er að byrja í preschool.  Hún fer yfir á Sólveigar deild í ágúst og verður með stóru krökkunum.  Það verður örugglega flott.  Hún er nú vön.  Óli byrjar í vinnunni eftir tvær vikur og ég er að skrifa grein.  Allt eins og það á að vera.

Comments:
Bara yndislegar og góðar fréttir! Njótið sumarsins og vonandi náið þið fleiri útilegum :-) Ekki víst að það viðri eins vel hér á klakanum þó við getum alls ekki kvartað það sem af er vori og sumri. Hlakka til að sjá ykkur :-)
 
Takk og sömuleiðis Begga mín!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?