26.6.19

Sumar í fullum gangi

Það kom að því að sumarið kæmi hérna í Chicago.  Í júní voru alveg ótrúlega margir dagar þar sem voru bara 12-14 gráður sem er óvenjulegt.  Núna virðist þetta vera komið með 27 gráðum, sól og raka.  Edda er á matreiðslunámskeiði og ég er að reyna að skrifa eins mikið og ég get áður en við förum heim.

Óli er byrjaður í nýju vinnunni og líkar bara vel.  Vinnan var með sumarveislu á laugardaginn sem við fórum í og hittum nýju vinnufélagana.  Það var svaka stuð.  Þau höfðu leigt rooftop til að horfa á Cubs leikinn (á móti NY Mets).  Það var boðið uppá klassíksa hafnarbolta rétti, pylsur, hamborga og bjór og ís fyrir börnin.  Það var gaman að geta fylgst með leiknum án þess að þurfa að kommitta í að sitja í brennandi sólinni í marga klukkutíma.  Börnin voru ljómandi ánægð.  Seinna um kvöldið fóru þær í sleepover hjá Gail og Aubrey og við Óli fórum í jónsmessunætur partí sem var svaka stuð. 




Við Óli mundum eftir brúðkaupsafmælinu okkar þetta árið og erum að fara út að borða á morgun á dönskum veitingastað sem heitir því fullkomna nafni Elske.  Fékk þessa mynd úr skólanum og hún er nú svolítið elske líka.




Comments:
hehe.. flott hjá ykkur að muna eftir brúðkaupsafmælinu:) Elske... frændi minn og konan hans reka veitingastað í Portúgal sem heitir Elska. Þar á undan ráku þau svona retreat á Tenerife sem hét því sama; Elska.

Elska að þú sért að fara koma heim Tinna mín. Hlakka til að hitta þig:)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?