2.5.19

Kanarí

Það varð úr að ég komst til Kanarí.  Ég frétti fyrst af þessum stað í æsku þegar amma og afi fóru að fara eftir áramót á Kanarí.  Ég sá afa Sigga alveg fyrir mér í Las Palmas á Gran Canaria með öllum gömlu köllunum.  Við gistum eina nótt þar en fórum síðan inn í landið að skoða okkur um.  Hlykkjóttari vegi hef ég aldrei áður séð.  Það voru bara beygjur.  Við höfðum það ekkert smá gott þarna.  Gistum í Tejeta og fórum til Galdar að skoða fornleifar frá fólkinu sem var þarna áður en Spánverjar komu.  Borðuðum heilmikið tapas og fórum í vínsmökkun.  Þetta var svaka ævintýri.




Stelpurnar hlupu uppá þessa hæð.

Við flugum með Binter á Fuertaventura sem er nú yfirlíst uppáhaldsflugfélag systranna.  Tveir sleikjóar á mann, tvö súkkulaði fyrir börn, eitt fyrir fullorðna, vatn að drekka og innpakkaður blaut-klútur til að þvo sér.  Ótrúlegur lúxus. 


Það var æðislegt á Fuertaventura.  Best af öllu var náttúrulega að vera með ömmu og afa, Sillu og Þórði en ekki síður að leika á ströndinni og njóta þess að vera á lúxus hóteli með næringu í sturtunni og hlaðborð með kynstrin öll af pasta og desertum.


Landslagið er alveg gjörólíkt á við Gran Canaria.  Það er næstum því engin rigning.  Svaka mikið rok.  Fuerteventura er líka elst og með minnstu nútíma eldvirkni, svo hún er ekki svört og hvöss heldur eru fjöllin ávöl.  Að ég tali nú ekki um siglingarnar.  Það var ekkert smá gaman að komast á seglbretti og ég gat æft beach start og notað beltið svolítið.  Ég brunaði þvílíkt og brettið skoppaði á öldunum.  Það er alveg magnað að beisla svona náttúruöflin. Maður finnur það hvað manneskjan er lítilmáttug gagnvart náttúrunni. 

Vikuna eftir keyrðum við til Lanzarote og tókum ferju og það var ekki síður stórkostlegt.  Landslagið er fyrir það fyrsta geggjað.  Sex ára eldgos átti sér stað fyrir 200 árum og fyrir 20.000 árum voru mikil eldsumbrot sem mynduðu margra kílómetra langa hella.  Sagan er ekki síður merkileg.  Listamaðurinn Ceasar Manrique á eiginlega þessa eyju.  Eða kannski eiga eyjaskeggjar honum allt að þakka.






Comments:
En gaman:)
 
Yndislegt! Og skemmtilegar myndir 😘
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?