10.5.19

Baby! Why don't you just meet me in the middle?

I'm losing my mind - just a little.  Baby!! Why don't you just meet me in the middle!? I'm losing ... alveg spontaneously byrjuðu systurnar að syngja þetta þegar við lentum í Chicago eftir níu tíma flug frá Madrid.  Fólkið í vélinni virtist nokkuð sammála.  Mér fannst þetta mest fyndið en líka aðeins vandræðalegt vegna þess hvað er fólk að hugsa annað en hverskonar mamma er þetta, lætur börnin óafskipt heilu dagana með rænulausa popptónlist glymjandi og barnið, rétt þriggja ára..

Ásta er svo sæt þegar hún talar.  Livúbitt segir hún svaka mikið núna.  Ég veit kannski að þetta er ekki í boði en ég ætla bara samt að fá bara livúbitt.

Þetta ferðalag var algjör bilun en það gekk samt svaka vel.  Börnin sváfu bara í ferðafötunum og vöknuðu við að þau voru að labba útí bíl klukkan hálf fimm.  Við komumst á flugvöllinn og fremst í röðina sem betur fer því tölvukerfið réð ekki við að tékka inn fjölskyldu þar sem börnin eru með annað þjóðerni en foreldrarnir og aðrir gestir sem höfðu valið röðina okkar voru að bilast og böggast í aumingja starfsfólkinu meðan það (fólkið) gaf okkur illt auga.  Sólveig svaf alla leiðina en Ásta og Edda voru dúndur sprækar í þessu flugi til Madrid.  Þegar við lentum í Madrid byrjuðum við að hlaupa og hlupum í hálftíma yfir á næsta terminal með lestarferð og við enda gangsins æpti kona á samstarfskonu sína sem hljóp af stað æpandi fimm til Chicago og við rétt komumst inn í vélina áður en þeir skelltu hurðinni á eftir okkur.  Svaka stress en sem betur fer voru allskonar huggulegheit hjá Iberia með stálhnífapörum og skjáum.  Þegar við lentum í Chicago tók smá dæmi við þar sem Bandaríkjamennirnir höfðu verið tékkuð inn með íslensku vegabréfunum en mátti greiða úr því.  Allt í allt var þetta 17 tíma ferðalag en gekk bara furðuvel. 



This page is powered by Blogger. Isn't yours?